Egilsstaðaflugvöllur er framtíðin

Enn og aftur sannast hve gott það er fyrir okkur að hafa góðan flugvöll á öðru veðurfarssvæði en Keflavík. Hvergi á landinu verður alvöru varaflugvöllur nema á Egilsstöðum. Það er góðra gjalda vert að lengja Akureyrarflugvöll en stærstu þotur koma aldrei til með að geta lent og tekið á loft þar í misjöfnum veðrum. Til þess að það verði unnt þarf að moka á burt heilu fjöllunum. Á Egilsstöðum er ekkert sem hindrar aðflug og þann flugvöll þarf að lengja upp í það sem hann átti að vera upphaflega, um 800 metra og þá getur fulllestaður Júmbó tekið sig á loft þar. Egilsstaðaflugvöllur er framtíðin og þar á að byggja upp "umskipunarhöfn" flugvéla og tollfrjálst svæði innan girðingar fyrir allskonar iðnað, þaðan sem við flytjum út afurðir og sköpum gjaldeyri. Gleymið því ekki að frá Egilsstöðum er styst til Evrópu. Keflavíkurflugvöllur getur séð um Ameríku.

flugvollur 007   flugvollur   Frá Egilsstaðaflugvelli


mbl.is Gat ekki lent í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nokkuð til í þessu hjá þér. Völlurinn hérna í skurðinum verður aldrei alvöru varaflugvöllur. Hef þrisvar ætlað að nýta mér beint flug héðan og tvisvar hefur það klikkað. Nú síðast fyrir mánuði síðan. þurfti að fara með rútu til Egilsstaða.

Víðir Benediktsson, 23.10.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hvað er hægt að leggja mörgum þotum í einu á planinu?

Marinó Már Marinósson, 23.10.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ekki gleyma Aðaldalnum sem er miklu betri staður fyrir flugvöll en Ak.  En hvar á að koma öllu þessu fólki fyrir sem lendir á Egilsstöðum í kvöld og nótt?

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Marinó. Ég hef séð 4 þotur þarna í einu ásamt Fokker og það er auk þess ekkert mál að auka plássið, landrýmið er nægt. Víðir, þetta er málið í fyrra var "beint" fragtflug með fisk og fleira frá Akureyri. Það var ekki beinna en svo að vélin varð alltaf að lenda á Egilsstöðum til að taka eldsneyti áður en hún fór utan. Fulllestuð gat hún ekki tekið á loft frá Akureyri með nægt eldsneyti í "beina" flugið.

Haraldur Bjarnason, 23.10.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hólmdís ekkert mál. Nægt gistipláss á Hótel Héraði, Gistihúsinu á Egilsstöðum, Eiðum og hótelinu í Hallormsstað svo nokkuð sé nefnt. áÁþessum árstíma er líklega auðvelt að útvega 400 manns gistipláss. Það er einmitt á þessum árstíma sem þörf er fyrir varaflugvelli. Þetta gerist sjaldan að sumri. Hins vegar er ég að benda á aukna möguleika á Egilsstöðum í atvinnuleysi og útflutningi í pistlinum það er meira mál fyrir landsmenn í dag en hvort einhverjir ferðamenn lenda á Egilsstöðum eða Glasgow þear ekki er hægt að lenda í Keflavík.

Haraldur Bjarnason, 23.10.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Halli þetta eru margar þotur....miklu meira en 4oo manns!  En öll hótel tóm

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 00:09

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eins og þú sérð núna Hólmdís, þá voru margir sem frekar vildu vera á dýnum í flugstöðinni frekar en borga gistingu því í svona tilfellum þarf fólk að sjá um sig sjálft. Flugfélögin borga ekki nema seinkun verði af þeirra völdum. Annars sýnir nú reynslan að oftast stoppa vélar ekki nema í tvo til þrjá tíma þegar þær geta ekki lent í Keflavík. Færeyingar nota Egilsstaðflugvöll alfarið sem varaflugvöll enda stutt fyrir þá. Sjaldnast þurfa farþegar þeirra að gista en það hefur þó komið fyrir. Ef það gerist að sumarlagi getur verið erfitt að koma fólki í gistingu þegar hótel,, gistihús og sumarhús eru fullbókuð.

Haraldur Bjarnason, 24.10.2008 kl. 09:50

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

yes I see.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.10.2008 kl. 10:33

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég vil fá mynd af vélunum.   Alltaf gaman að sjá samankomnar nokkrar 757 á Egilsstaðaflugvelli. 

Marinó Már Marinósson, 24.10.2008 kl. 12:03

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Á því miður enga mynd af þeim Marinó. Hefði örugglega tekið mynd af þeim ef ég væri enn búandi á Egilsstöðum.

Haraldur Bjarnason, 24.10.2008 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband