Hræsnin heldur áfram

Þetta er nákvæmlega það sem ég vissi að þegar maður á svona vini þarf maður ekki óvini. Tilvitnun frétt: Er það lýst yfir samstöðu með Íslandi en jafnframt sagt, að íslensk stjórnvöld verði að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar.  Sem sagt Evrópusambandsleiðtogarnir segja að Bretar megi djöflast á Íslendingum eins og þeir vilja. Þeir viðurkenna ekki að Íslendingar standa við sínar skuldbindingar en Bretar hafa lagt hald á eigur okkar þar ytra og þar fyrir utan beitt hryðjuverkalögum til að setja vel stætt fyrirtæki á hausinn. Þetta eru hræsnarar og það er vægt til orða tekið. Hræsnin heldur áfram, það á að setja okkur á hausinn.
mbl.is Ísland standi við alþjóðlegar skuldbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er búið að setja okkur á hausinn........Það er ótrúleg framkoma sem Íslendingar verða fyrir í Danmörku.

Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við erum ekki komin á hausin enn Hólmdís við skulum bíða svolítið kannski fá Bretar búmeranginn í hausinn aftur

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tek undir með þér Jón. - Ég held að bretar fái búmmerang í hausinn, eins og þrisvar áður.

Haraldur Bjarnason, 16.10.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband