Sagði hann ekki bara of mikið?
13.10.2008 | 17:53
Já, hvað sagði Davíð? Góð spurning. - Það er í það minnsta ljóst að hann sagði of mikið að mati forsætisráðherra og fjármálaráðherra Breta. - Þeir gerðu of mikið í kjölfarið. Fóru með hreinum skepnuskap inn í íslenskan banka þar ytra, sem alls ekki kom við sögu þess banka sem fjallað hafði verið um. - Þetta er álika og að loka Ford verksmiðjunum af því að General Motors hefði klúðrað einhverju. - Allt er þetta út af pólitík og málið er að í umræddu Kastljósviðtali talaði Davíð eins og pólitíkus en ekki embættismaður. Hann hefur aldrei vitað sín takmörk. Sömu sögu er að segja af herra Brúnum og herra Elsku, þeir voru að breiða yfir eigin skít og beina athyglinni annað. Það er þekkt hjá breskum yfirvöldum.
Hvað sagði Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
DO sagði of mikið
Hólmdís Hjartardóttir, 13.10.2008 kl. 18:05
Það var þannig í eina tíð í Bretlandi þegar pólitíkusar gerðu upp á bak þá ráku þeir nokkra Sovéska sendiráðsmenn úr landi fyrir njósnir. Þannig tókst þeim fullkomlega að beina athygli fjölmiðla frá sér og sínum skít. Allt varð vitlaust, Rússarnir brjálaðir og svöruðu í sömu mynt. Breska pressan hafði nóg annað að gera en eltast við einstaka klúður hjá valdhöfum.
Víðir Benediktsson, 13.10.2008 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.