Bretar eru alltaf á vitlausum kanti

Það sýnir hroka og yfirgangssemi þessa gamla Breta á öðrum þjóðum að hann skuli halda því fram enn í dag að málstaður Breta í þorskastríðunum hafi verið réttmætur. Fyrst þurftu Íslendingar að berjast fyrir 12 mílna fiskveiðilögsögu, svo 50 mílna og að lokum 200 mílna lögsögu. Nú eru allar þjóðir komnar með samskonar fiskveiðilögsögu. Bretar eru enn að reyna að halda í heimsveldisímynd sýna, enda ekki nokkur þjóð í heiminum íhaldssamari. Þeir keyra meira að segja enn á vitlausum kanti í umferðinni. Þeir eru svo sannarlega nú í bankaráni sínu hjá Kaupþingi, eins og áður, jafnt í umferð sem annarsstaðar á vitlausum kanti.
mbl.is Íslendingar þrjóskir og ósveigjanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það eina sem Bretar skilja er harka og alvara. Þeir eru frekari en Andskotinn og það verður að svara í sömu mynt. Þeir skilja ekkert annað. Það á greinilega að gera Ísland að "Falklandseyjum" til að slá pólitískar keilur. Þetta bjagaði Tatcher og nú ætlar Brown að leika sama leikinn. Munurinn er bara sá að hann er bara kettlingur miðað við járnfrúnna og liggur vel við höggi. Um að gera að nýta sér það. Gaman væri að finna forsíðumyndina af íslensku jafnaðarmönnunum sem héldu partý og skáluðu í hamingju sinni þegar breski Verkamannaflokkurinn náði völdum þar í landi. Man að Sighvatur Björgvinsson var í fókus á þeirri mynd.

Víðir Benediktsson, 11.10.2008 kl. 09:44

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ætli þeir séu óvenjulega langræknir líka og persónugeri stöðuna?  Árið 1975, þegar síðasta þorskastríðið var háð, var Einar Ágústsson utanríkisráðherra okkar og við hann þurftu Bretar að díla.....og töpuðu.

Kannski hryðjuverkalögin hafi verið sett til höfuðs Sigurði Einarssyni (Ágústssonar?), bankastjóra Kaupþings.......nei, ég segi bara svona

Sigrún Jónsdóttir, 11.10.2008 kl. 10:11

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

haha,,,,Sigrún er með þetta á tæru.

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 10:22

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

..enda veit hún hvernig bresk hjörtu slá!!

Haraldur Bjarnason, 11.10.2008 kl. 10:32

5 identicon

Já Bretarnir virðast vera dálítið langræknir, spurning hvort að þeir séu ekki bara að finna sökudólg fyrir kreppunni hjá þeim, svo þjóðin kenni Brown ekki um.

Andrir (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband