Dabbi kóngur er sá sem klikkaði

Að mati útlendra fjármálasérfræðinga hefur sá sem öllu ræður, Dabbi kóngur, gjörsamlega klikkað. Eins og kemur fram í fréttinni undrast þeir að Seðlabankinn hafi ekkert gert allan þann tíma sem gengið hefur hrunið. Er ekki einfaldast að setja Davíð af, það hlýtur að vera hægt að finna einhverja fimm ára reglu eins Bjössi dáti fann til að losna við sýslumann á Suðurnesjum.
mbl.is Boðar aðgerðir til að auka lausafé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Auðvitað á að setja manninn af og þó fyrr hefði verið.

Sigrún Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Maðurinn kann sér hreinlega engin mörk. Hvað er hann að vilja á ríkisstjórnarfundi? Er hann búinn að gleyma að hann er ekki lengur í ríkisstjórn, eða finnst honum einfaldlega ekkert vera sér óviðkomandi? Hans eina svar við öllu er að hækka stýrivextina og það þvert á ráðleggingar margra hagfræðinga, og sjáum nú hvað það hefur fært okkur. Að sjálfsögðu á hann að víkja en ef hann sér ekki sóma sinn í því, þá á einfaldlega að víkja honum.

Lilja G. Bolladóttir, 3.10.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

Ég hef ekki skilið í mörg ár, hvað hann Davíð þarf alltaf að vera allstaðar. Hann átti að segja af sér og hætta öllum afskiptum af stjórnmálum og peningamálum fyrir áratug að minnsta kosti.

Hann hefur ekki unnið vinnuna sína sem seðlabankastjóri. Með velfarnað allra Íslendinga í huga.

Hann er heldur ekki í takti við raunveruleikann, og sér ekki enn, að hann er einn allra óvinsælasti núlifandi Íslendingur.

Þegar hann svo stígur á stokk, og segir við ríkisstjórn og íslensku þjóðina, að nú þurfum við þjóðstjórn!! Þá er nóg komið.

Það er allavega ekki neitt sem hann á að blanda sér í.

Farðu á ellilaun, Davíð.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 15:23

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

kannski ég skreppi niður eftir og tali yfir hausamótunum á honum

Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 16:20

5 Smámynd: Sigríður Hulda Richardsdóttir

 Það þarf einhver að segja honum þetta, Hólmdís.

Hann er í einhverri drauma-valda-veröld.

Hann veit ekkert hvað það er að vera vinnandi Íslendingur. Hann hefur aldrei prófað að vinna fyrir sér.

Hann hefur alltaf verið í pólítík, og einhvern veginn neitar að fara frá völdum. Eftir að hann varð seðlabankastjóri, er hann jú bara á bak við tjöldin og kippir í spottana. Nei, hans tími er liðinn fyrir löngu.

Fattaðu það, Davíð!

Hlustaðu nú á þjóðina, bara einu sinni.

Sigríður Hulda Richardsdóttir, 3.10.2008 kl. 16:32

6 identicon

GAME OVER ! hjá "íslensku" bönkunum, annað er í raun og veru kraftaverk. Tiltrúin erlendis á íslensku efnahagslífi er farin við erum að sökkva. Ansi hræddur um að við komum til að upplifa argentínskt efnahagsástand með gjaldeyrisskömmtun og fjölda gjaldþrot með dómínó áhrifum. Harða lendingin er orðin brotlending.
Algjört hrun á eftir að verða á húseignamarkaði, með gríðarlegu falli á húsnæðisverði, 50-60% fall á næstu mánuðum. Við fáum hóp öreiga, fólks sem er stórskuldugt og á minna en ekki neitt vegna hruns á fasteignamarkaði. Fjöldagjaldþrot og atvinnuleysi vofir yfir.

Financial Times FT.com í dag 3/10 "Today’s 2750 basis point spread on Kaupthing’s credit default swaps speaks to deep uncertainty not just about one Icelandic bank, but the very economic future of this volcanic island on the mid-Atlantic ridge." .... er orðið 5000 núna.

Bloomberg, Bloomberg.com i dag: 3/10 "The cost of insuring against a default by Iceland's government and the three banks has surged to a record, credit- default swaps show. Glitnir, Kaupthing Bank hf and Landsbanki Islands hf have the worst creditworthiness among European lenders, according to the swaps. ``The focus now is clearly on Iceland as a country risk,'' said Mikko Ayub, Helsinki-based head of investment product sales at Nordea Bank AB. " "That view is shared Bill Blain, who produces a daily market report for bond broker KNG Securities LLP in London. ``The whole market is more nervous than ever on Iceland,'' he said. ``For the first time even normally positive commentators have doubts about the competency of the system.''

Fyrirsagnarnir í Noregi er að Íslensku bankarnir eru fallnir sjá: http://e24.no/makro-og-politikk/article2690963.ece (takið eftir það eru tvær auglýsingar frá Kaupthing Bank á síðunni enda hafa þeir verið að dæla norskum sparifjárkrónum inn í kerfið)
"..det er «game over» for de islandske bankene, sier Herleif Håvik, sjef for rente- og kredittgruppen i Carnegie til E24." E24 stærsta viðskiftablað Noregs.  Væntanlege er fólk byrjað að taka pening út úr íslensku bönkunum erlendis og raun ekki ekki skrítið. Niðurstaðan er óumflýanlegt fall. Skrítið að hlutabréfin í bönkunum á Íslandi ekki eru byrjuð að falla er orðinn verðlaus pappír að mínu mati. Þetta verður naglinn í kistu erlendrar bankastarfsemi frá Íslandi. Þetta verður okkar "legacy" í Evrópu. "Aularnir" frá eldfjallaeyjunni sem héldu þeir gætu eitthvað í "buisness".... Núna erum við stórskuldugir "aular" á lítilli eyju úti í Atlandshafi.

- Stórnmálamennirnir voru í farþegasætinu og höfðu lítil áhrif og gátu og geta lítið annað gert en að bjarga leyfunum af því sem bjarga varð. Sök þeirra er sú að þeir höfðu of lítil afskipti og eftirlit af fjársýslunni og leyfðu þessu að þróast svona. Það hafa verið gerð stórfeld hagfræðileg mistök.
- Stór er einnig sök íslenskra fjölmiðlanna (sem sumir hafa verið í höndum þessara aðila) er að vera allt of lítið gagnrýnir og raun látið vera að birta mikilvægar fréttir og nánast verið málpípur þessara aðila.
- Allmenningur sjálfur ber einnig mikla sök á þvi hvernig komið er á fyrir þeim að setja sig í þessar ótrúlegu skuldir er algjört brjálaði og af þjóðernislegum barnaskap gleðjast yfir þessari vitleysu.
- Stærst er ábyrgð fjármálamanna sem stóðu hér á bak við og hætt öllu til og sýnt of litla varfærni og komið sér og okkur í þessi þrot. Við getum náttúrulega kennt alþjóðafjármálakerfinu um að hrinda öllu þessu af stað men við vourm tekin með buxurnar á hælunum. Væntanlega verður mikð þingað á fundarherbergjum um helgina, það verða fjöldagjaldþrot tilkynnt í næstu viku.

Það er barnaskapur að kenna Seðlabankanum, Ríkisstjórninni um þennan atburð en væntanlega mun Geir taka á þessu pólitíska ábyrgð og segja af sér eftir skamman tíma. ...

Gunn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 16:44

7 identicon

Áhugavert viðtal við Jón Daníelsson professor í London Scool of Economics í kvöldfréttum og Speglinum í kvöld.

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4426334/8http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4437647

Hans skoðun er að Seðlabankinn átti engan annan kost en að yfirtaka Glitni sem er í raun gjaldþrota og eina sem Glitnir getur lagt af mörkum eru vonlaus veð.

Áróður stjórnar Glitnis og stærstu hluthafa hefur verið viðstöðulaus. Auðvitað vilja stjórnvöld og Seðlabankans ekki koma fram með sannleikan þar sem það myndi grafa undan bankanum.... Oft má kyrrt liggja.... En sannleikurinn kemur fram um síðir. Eitt er að vera illa við Davíð annað er að sannleykurinn komi fram og það er ekki alltaf hann er í samræmi við þessa tilfinningalegu umræðu síðustu daga.

Gunn (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband