Nú fer vegur Íslands vaxandi á spillingaskalanum
23.9.2008 | 19:43
Þetta er ótrúlegt frumhlaup hjá Birni Bjarnasyni að bola þessum ágæta embættismanni úr starfi. Það hefur ekki farið framhjá neinum að hann hefur verið að gera góða hluti og notið stuðnings samstarfsmanna. Þetta er glöggt dæmi um gamaldags stjórnunarhætti, sem auðvitað má búast við af manni sem enn er í kaldastríðshugsunum. Fyrr í dag birti mbl.is frétt af því að Ísland væri í sjöunda sæti þjóða hvað varðar spillingu eftir að hafa verið með minnsta spillingu tveimur árum áður. Þetta er dæmi um spillingu. Ráðherra líður ekki að embættismaður hafi aðra skoðun á hlutunum en hann sjálfur og nýtir sér þá smugu í lögum til að flæma hann á burtu augljóslega til að koma "sínum" manni að. Nú hlýtur vægi Íslands að aukast á spillingaskalanum enn frekar.
Jóhann mun segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einu sinni enn.......sammála, þetta er óþolandi
Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 19:57
Er ekki hægt ad gefa Björn Bjarnason á safn eda eitthvad?
Gulli litli, 23.9.2008 kl. 20:20
Þetta er orðið fáránlegt allt saman
Sigrún Jónsdóttir, 23.9.2008 kl. 20:31
Hvernig væri að auglýsa starf dómsmálaráðherra, eða bjóða embættið út og einkavæða.
Seðlabankinn verður síðan fínt safn fyrir svona karaktera, þegar Evran verður komin í hús. Geir, Björn að ógleymdum strigakjaftinum Davíð.
Benedikt V. Warén, 23.9.2008 kl. 20:33
Ég er ósátt við að þessi undirskriftalisti skuli bara vera á facebook.. það er fullt af fólki sem ýmist nennir ekki - eða kærir sig ekki um - að þurfa að skrá sig þar inn til að geta skrifað undir.
Þetta er með eindæmum lélegt af Bjarndýrinu. Eins og ég hafði þó trú á kallinum. En hann virðist keyptur eins og hinir. Ljóta ruglið!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.9.2008 kl. 21:22
Ég er ósammála þér Hólmdís, þetta er alveg þolandi. Gulli ég veit ekki hvaða safn myndi vilja taka við honum en þó voru nokkur sem vildu fá þessa hvítu birni, er ekki viss um að þau vilji þennan bangsa. Sigrún, er þetta ekki bara eðlilegt framhald af allri steypunni undanfarin ár. Pelli, einkavæða dómsmálaráðherra, það myndi heita einkavinavæðing ef núverandi ríkisstjórn á að einkavæða hann. Ég er hlynntari þjóðnýtingu eins og Kannarnir eru að gera núna. Helga Guðrún ég er sammála þér, fer ekki inn á þetta facebook...og líka því að bjarndýrið hefur verið að gera marga góða hluti en líka aðra fáránlega eins og fjársvelti til Landhelgisgæslunnar á sama tíma og verið er að byggja nýtt skip og vitað er að nægir peningar eru til svo halda megi Ægi og Tý á sjó. - þakka ykkur öllum fyrir góðar athugasemdir. - Fleiri vel þegnar
Haraldur Bjarnason, 23.9.2008 kl. 22:19
móðguð
Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 00:21
Ekki sel ég það dýrara en ég keypti, en sagt er að Haraldur Johannesen standi á bak við "aðförina" á hendur Jóhanni R. Benediktssyni og mun ástæðan vera sú að Jóhann hefur sýnt frábæran árangur í sínu starfi, sem Haraldur getur aftur á móti ekki og ekki má gleyma því að Björn og Haraldur eru hálfgerðir "fóstbræður" og ég sé ekki betur en að Björn Bjarnason sé enn að skipta um "bleyjur" á ríkislögreglustjóra.
Jóhann Elíasson, 24.9.2008 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.