Skagamenn standa sig vel

Það hefur verið gaman að fylgjast með hve vel hefur tekist til með móttöku þessa fólks til Akraness enn sem komið er. Það er mikil vinna eftir bæði fyrir þessa einstaklinga og Akurnesinga. Ef haldið verður áfram af sama eldmóði er þó engu að kvíða í þeim efnum. Skagamenn standa sig vel sem fyrr, til hamingju með þetta.

IMG_8581 Frá Akranesi


mbl.is Flóttafólkið boðið velkomið á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

vonandi gengur vel

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 18:34

2 identicon

Það er  gaman að heyra að Akurnesingar eru duglegir að taka  við fólki sem það veit hvorki .haus eða sporð á.Ætla þeir líka að taka á móti ömmum og öfum og bræða og systrabörnum. !!!!   En þegar þessi litlu grey fara aðfara taka hjól nágranna, og taka þvottin af snúrunni því það er enginn að nota  hjójið eða klæðast þessum fötum sem voru á snúrunni.  Þá er spurningin  bregðast Akurnesingar rétt við. Það þarf mikið að upplýsa Akurnesinga  áður en þeir taka að sér fleiri,  Þetta er stærsta vandamál í Evropu þetta ártíundið..  farið varlega , mjög varlega

Johanna þórkatla (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:08

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú Jóhanna Þórkatla ert, eða þykist vera, mjög upplýst manneskja. Njóttu þess með sjálfri þér. Okkur hinum kemur það ekkert við.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég trúi ekki að Jóhanna Þórkatla sé rétt nafn.....eða raunveeruleg manneskja

Hólmdís Hjartardóttir, 17.9.2008 kl. 22:34

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei líklega ekki, en sjáum til hvort það kemur annað nafn á sömu IP-tölu.

Haraldur Bjarnason, 17.9.2008 kl. 22:36

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þeir sem svona tala eiga að gera það undir nafni eða frá sínum bloggsvæðum, þótt þeir kjósi nafnleynd. En ég hef aldrei dregið dul á þá skoðun mína að mér þótti, og þykir, þetta gríðarlega misráðið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 09:13

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fyrst þetta var ákveðið Helga þá er mikilvægt að móttaka fólksins og aðlögun takist vel. Þar finnst mér Skagamenn standa sig mjög vel.

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 09:17

8 identicon

Halli minn, þú mátt ekki verða sár þó að einhver sé á annari skoðun en þú, það er þó ekki sama hvernig fólk setur fram sína skoðun og leitt þegar fólk er með subbuskap í orði. Það er gleðilegt ef við Íslendingar erum í stakk búnir til að geta aðstoðað og tekið á móti fólki frá öðrum löndum þar sem aðstæður eru vægast sagt ömurlegar og fólk býr við sáran skort, og engin ástæða til að ætla að fólkið sem kom til Akraness komi til með að verða annað en góðir þegnar, það er mikið og líklega til að byrja með alfarið undir okkur sjálfum komið hvað við verðum ma dugleg sjálf að aðstoða þau að aðlagast og kynnast okkar Íslenska þjóðfélagi. Þeirri spurningu hefur hinsvegar ekki verið svarað hvort að þeir íbúar Akraness sem biðu eftir húsnæði og annari félagslegri hjálp, þegar tekin var ákvörðun að taka á móti flóttafólkinu, hefi fengið þá aðstoð sem óskað var eftir og var í bið??

Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:25

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jón Ingi ég veit að vísu ekki hvernig staðan var með félagslegt húsnæði á Skaganum eða hvernig hún er í dag. En þetta er góð spurning. Ég veit að það hefur verið erfitt að fá leiguhúsnæði þar á almennum markaði en skilst þó að úr því rætist fljótlega þar sem verið er að ljúka við byggingu fjölbýlishúsa sem ætlunin er að leigja. Það leysir þó ekki vanda þeirra sem þurfa félagslega aðstoð nema bærinn niðurgreiði leiguna.

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 10:19

10 identicon

Sæll Haraldur.  Mitt nafn Jóhanna Þórkatla hef ég haft frá unga aldri.  Það myndi aldrei hvarfla að mér að skrifa öðruvísi en undir fullu nafni.   Afhverju skyldi ég skrifa undir fölsku nafni?   'Eg hef búið í innflytjendahverfum  erlendis og ég er vel "upplýst"  hvernig málin hafa þróast þar.  Nánast öll lönd í Evrópu hafa félagslegt og efnahagslegt vandamál vegna þessa fólks sem hefur allt annan kultur og hugsunarhátt en við vesturlandabúar.  Eg vona að 'Islendingar átti sig í tíma hvert stefnir áður en það verður of seint. (og veit að margir "upplýstir" íslendingar eru mér sammála.)

Jóhanna Þórkatla (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:31

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Nú get ég samsinnt Jóhönnu Þórkötlu. Það er nefnilega ekki vegna fordóma heldur eigin reynslu sem ég tala eins og ég geri. Það er oft misskilið.

Mbk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.9.2008 kl. 17:10

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En það sem ég var ósáttur við Jóhanna Þórkatla að gera þessu fólki fyrirfram upp þjófnað og fleira. Við vitum vel að þvotti hefur verið stolið af snúrum og þar voru engir útlendingar að verki. Ég man eftir þannig dæmum úr litlu sjávarplássi austur á fjörðum fyrir um áratug. Einnig reiðhjólastuldi, sem var nokkuð algengur í 400 hundruð manna plássi, Fellabæ á Héraði, í eina tíð. Það skýrðist að því að aðal kráin á svæðinu var þar og fullir Íslendingar stálu reiðhjólum til að hjóla þessa þrjá kílómetra yfir í Egilsstaði. Það eru svona fyrirfram fullyrðingar sem ég er ósáttur við. Málið er bara einfaldlega það að þessi ákvörðun var tekin og Skagamenn eru að standa sig vel. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta fólk verður þar til frambúðar eða ekki. 

Haraldur Bjarnason, 18.9.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband