Eimskip í djúpum.....

Eimskip virðist vera í frekar djúpum skít núna og miðað við það sem breskir fjölmiðlar eru að segja frá og kom fram í hádegisfréttum RÚV þá hefur eitthvað gruggugt verið á ferðinni. KPMG var alla vega ekki tilbúið að skrifa upp á þessar gjörðir. Ljótt er ef satt er. En Björgólfarnir ætla víst að bjarga málum. Spurning hvort það er of seint.
mbl.is Eimskip lækkaði um 21%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ætli komi ekki ýmislegt upp úr kössunum þegar fyrirtækin riða til falls eitt af öðru....svo eru alls staðar krosseignatengsl....og þar með dominoáhrif.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.9.2008 kl. 17:45

2 identicon

Afhverju virðist ekki nokkur maður fatta að Björgólfarnir eru ekki að bjarga neinum málum.

áhugasamur (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

En þeir eru nú líklega að hugsa um eigin hag líka.

Haraldur Bjarnason, 15.9.2008 kl. 18:17

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég get ekki séð að þeir séu að gera það heldur. En kannski eru þeir með eitthvað upp í erminni. Ef marka má meint auðæfi þeirra hér í fyrri færslu þá eiga þeir nú alveg til skiptanna...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.9.2008 kl. 18:20

5 identicon

Jú þetta getur orðið að miklu dómínó, því eignatengsl eru svo rosaleg milli næstum allra stórfyrirtækja hér á landi, og þessir "stórlaxar" eiga hver í öðrum. Ég held að Björgólfarnir séu ekki bara að bjarga sínum 40% hlut í Eimskip, heldur líka öllum öðrum fyrirtækjum sem þeir eiga.

Og þetta með að KPMG hættu með bókhaldið fyrir Eimskip 2006 er mjög skrítið, og það hlýtur nú að hafa verið eitthvað mikið að hjá þeim síðan þá.

Andrir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband