Ruglukollar að sunnan rugla landsbyggðina

Alltaf gerist það þegar kemur að "hagræðingu" hjá stórum fyrirtækjum að byrjað er á þeim sem eru smæstir. Þannig er alþekkt að skúringakonum er sagt upp þegar spara þarf. Nú leggur Sparisjóðurinn í Keflavík niður útibú á Borðeyri. Eflaust reikna þeir þetta þannig að þarna séu lítil innlegg og fáir komi miðað við það sem gerist suður á Reykjanesi. Ætli að það sé ekki hægt að taka til hjá þeim syðra og spara meira en segja upp einum starfsmanni þarna. Sama gerði Ríkisútvarpið ohf þegar Palli Magg og kó taldi að best væri að spara með því  að fækka, þá var fréttamönnum á svæðisstöðunum fækkað, sem varð til þess að einn besti og traustasti fréttamaður okkar á landsbyggðinni, Edda Óttarsdóttir á Egilsstöðum sagði upp störfum. Auðvitað hefði verið að hægt að spara laun fréttamanna á Austurlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi með smá hagræðingu í höllinni í Efstaleitinu. Það er ömurlegt hvernig einhverjir ruglukollar á suðvesturhorninu geta ruglað samfélögum á landsbyggðinni með einu pennastriki.
mbl.is Sparisjóðsafgreiðslu lokað á Borðeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hef verið að reyna að hringja í þig en það hefur ekki svarað. Reyni áfram.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Útvarp allra landsmanna hvað?   Og svaraðu nú konunni

Hólmdís Hjartardóttir, 13.9.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Helga Guðrún. Var að tala við Einsa og hann er búinn að lóðsa mig í gegnum. þetta. Nú er ég kominn inn á blekpennar.com. Takk fyrir.

Haraldur Bjarnason, 13.9.2008 kl. 18:13

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Og aldeilis erum við kát með það, kallinn minn! Skál í boðinu!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.9.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband