Fleira til en álver

Þessi aflþynnuverksmiðja í Krossanesi er dæmi um góða stóriðju, sem skapar fjölmörg störf. Svona verksmiðja er umhverfisvæn og á allan hátt vænlegur kostur. Svipað er uppi á teningnum í Skagafirði með skoðunina á koltrefjaverksmiðjunni og netþjónabúið á Miðnesheiði. Allt skapar þetta gjaldeyri og vinnu fyrir fjölda fólks. - Það er ýmislegt fleira til en orkufrekar, mengandi álverksmiðjur.
mbl.is Vilja tvöfalda framleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

og gáfulegra að setja ekki öll eggin í sömu körfuna.....

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 20:22

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sérstaklega ef maður missir helv..... körfuna !

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 20:24

3 identicon

Hvað er það sem notað er í aflþynnur? Eru það ekki valsaðar álplötur sem upphaflega eru framleiddar í mengandi reykspúandi álverkssmiðjum? Ég bara spyr.

Kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 21:11

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hluti af því já...það er rétt en ég var ekki að tala um útilokun álverksmiðja heldur hve einblýnt hefur verið á þær sem eina kostinn. Ál er mjög góður kostur í umhverfislegu  tilliti en að við förum að setja alla okkar orku í það er ekki sniðugt Rafn, kveðja til þín.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ál er framleitt, það er staðreynd. því ekki að gera það enn verðmætara úr því sem komið er ekki síst ef sú viðbót mengar ekki.

Víðir Benediktsson, 11.9.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sat segirðu Víðir. Einfaldlega sama og með fiskinn sem við erum endalaust að senda óunnin utan.

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvaða rugl er í þér Anna? - Hvað áttu við, þetta er umhverfisvænna ern flest annað sem við erum fást við hér á landi í dag.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef ekki heyrt af þessu ammoníaki Anna. Kannski eitthvað sem þeir eru að leyna eða eitthvað sem er í eldri verksmiðjum. Annars man maður nú eftir reglulegum ammoníakleka í frystihúsunum í gamla daga.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband