Er ráðherrann ekki í ríkisstjórn?

Er ekki sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann í ríkisstjórn? Það hlýtur að vera einfaldasti hlutur fyrir hann að beita áhrifum sínum til lækkunar vaxta, fyrst fjármagnskostnaður ætlar allt lifandi að drepa. Ef þessi umhyggja fyrir fjármagnseigendum væri ekki svona ríkjandi í hans flokki þá væru vextir ekkert hærri hér á landi en annarsstaðar. Hvað þá lánskjaravísitalan. Hann mætti beita sér fyrir því að leggja hana niður.
mbl.is Landbúnaður í kröggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er nú voðalega hrædd um að landbúnaðarráðherra geri lítið annað en að verja hag þeirra sem eiga peninga og hann mun líka gera allt til að þeir ríku verði ríkari.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.9.2008 kl. 09:36

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú vandséð að hann Einar sé yfir höfuð að verja eitt eða neitt, hann veltist bara þarna eins og rekald kallskepnan.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.9.2008 kl. 12:38

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hann er eins og korkur í brælu, það er bara sári sannleikurinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er engin ríkisstjórn hér.  Hún er í útlöndum.........

Hólmdís Hjartardóttir, 11.9.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Landbúnaðarráðherrann er í sama koppi og allir hinir í þessari ríkisstjórn Guðrún Þóra. Þeir tala út um allt en gera ekki neitt. Láta Davíð valta yfir sig. "Eins og korkur í brælu", góð samlíking Helga Guðrún kannski svipað og rekaldið sem Hafsteinn talar um. Hólmdís veistu hvar Geir og Solla eru núna?

Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér dauðbrá áðan þegar ég sá fréttirnar. Geir kíkti upp úr sandinum og allt var betra en hann átti von á.

Svei mér þá ef ekki tók sig upp gamalt bros.

Hann er ekki í lagi, hann virðist alls ekki vita hvað er að gerast, alltaf jafn hissa .

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 11.9.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband