Lánskjaravísitalan er vandamálið ekki verðtryggingin
9.9.2008 | 15:30
Verðtrygging er kannski ekki vandamál og rétt hjá Björgvin að án hennar myndi sparnaður fljótt étast upp í verðbólgu meðan krónan er í gildi hér. Það er hins vegar spurning hvort Lánskjaravísitalan er rétti mælikvarðinn. Hvort grunnurinn fyrir henni er sanngjarn. Er ekki tímabært að skoða hvernig hún er byggð upp, t.d. allir neysluþættir hennar, húsnæðisliðurinn og fleira? Þar má örugglega gæta meira réttlætis. Óréttlætið í uppbyggingu hennar er svo mikið og allt skuldurum í óhag. Full ástæða er fyrir Björgvin viðskiptaráðherra að skoða grunninn að verðtryggingu betur. Hann byggir á að vernda stóreignamenn sem fitna því í verðbólgu eins og púkinn á fjósbitanum.
Val um verðtryggingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.