"Þegiðu Guðni" fer á spjöld sögunnar

Auðvitað er þetta rétt hjá sagnfræðingunum og það á engu að breyta við skrif á ræðum, aðeins leiðrétta stafsetningarvillur. Guðni Ágústsson viðurkenndi um daginn að hafa mildað aðeins eina ræðu sína við yfirlestur. Nú er spurning hvort Steingrímur J. gerir slíkt hið sama við yfirlesturinn á því þegar hann sagði Guðna að þegja. Það er í raun synd ef svona ummæli verða strikuð út. Nei ég er viss um að sagnfræðingar framtíðarinnar fá að sjá setninguna: "Þegiðu Guðni" í Alþingistíðindum
mbl.is Alþingi tryggi að þingræðum verði ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 5.9.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef sagt mörgum þingmönnum að þegja í gegn um tíðina og ég get fylgt því eftir með því að slökkva á tækinu, það getur Steingrímur blessaður ekki.

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband