Eru Skagamenn að tapa sér í svartnættinu yfir fótboltanum?
4.9.2008 | 23:09
Þessi frétt sem er á vef Skessuhorns setur mig hljóðan:
Í undirbúningi er að mála íþróttamannvirkin á Jaðarsbökkum í samræmdum litum. Arkitekt hefur gert tillögu um að mannvirkin verði blá að lit og bæjarráð var búið að samþykkja tillögu arkitektsins á fundi á dögunum. Ekki var einhugur um bláa litinn í bæjarráðinu og einnig kom í ljós að um tilfinningamál er að ræða hjá mörgum bæjarbúum, þar hefur guli liturinn víst talsvert fylgi. Á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn þriðjudag lagði Eydís Aðalbjörnsdóttir fram tillögu fyrir hönd meirihlutans þess efnis að ákvörðunartöku um litaval á Jaðarsbakkasvæðinu verði frestað. Þess í stað verði skipaður þriggja manna starfshópur kjörinna bæjarfulltrúa sem fái það hlutverk að gera tillögu og ná sátt um litaval á íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum.
Sem sagt einhver arkitekt (hýtur að vera úr Reykjavík) segir að guli liturinn eigi að fara af íþróttamannvirkjum á Akranesi. Hvað er í gangi? Þótt illa gangi í fótboltanum tímabundið, þá eigum við Skagamenn fullt af frábæru íþróttafólki auk fótboltamanna og mér hefur alltaf leiðst hve svarti liturinn er að ná meiri yfirtökum, t.d. í yfirfötum íþróttafólks. UPP MEÐ GULA LITINN OG ÞENNAN ALVÖRUGULA AKRANESLIT !!
Athugasemdir
Tek undir þetta Haraldur þó Ég þurfi ekki að horfa á þessi mannvirki daglega. Hinsvegar hafa Skagamenn verið "mínir menn" í Íslenska boltanum alla tíð gegnum þykkt og þunnt og verða áfram hvað sem á dynur...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.9.2008 kl. 23:49
Blátt væri skelfilega kaldur litur á þessa stóru byggingu....gulan áfram ef ég hef atkvæðisrétt
Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:56
Skagamenn eru mínir menn í fótboltanum, hvernig sem fer, Eru búnir að vera mínir menn síðan 1969, eins og mínir menn í handboltanum eru Haukar, þessu verður ekki breitt. Og ég vil hafa Skaga-gulalitinn yfirgnæfandi á íþróttamannvirkjunum ykkar.
Jóhann Elíasson, 5.9.2008 kl. 00:02
Þetta er bara svo vitlaust að tekur ekki nokkru tali. Allt frá því að Íþróttabandalag Akraness var stofnað árið 1946 hefur gulur litur verið einkennið. Mörg önnur félög á landsbyggðinni tóku gula litinn upp einfaldlega af því að ÍA varð fyrst liða utan Reykjaviíkur til að vinna Íslandsmótið í fótbolta árið 1951 og þetta varð hálfgerður einkennislitur landsbyggðarinnar. Þetta er því ekki bara tilfinningalegt heldur sögulegt líka og burt með allar fáranlegar hugmyndir arkitekta um eitthvað annað.
Haraldur Bjarnason, 5.9.2008 kl. 00:06
En gult með nokkrum bláum röndum eða mynstri?
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.9.2008 kl. 00:10
Engin málamiðlun til í þessu máli Lára Hanna, bara gult. Gæti viðurkennt svart á sökklum og kannski þökum af því að buxurnar hafa alltaf verið svartar og stunum sokkarnir. - Annað ekki !!!
Haraldur Bjarnason, 5.9.2008 kl. 00:24
GULA LITINN!!!!!!!
EKKERT ANNAÐ
Eru Skagamenn alveg að missa það????
Einar Örn Einarsson, 5.9.2008 kl. 00:34
Styð tillögu Láru. Sænsku fánalitinir.
Víðir Benediktsson, 5.9.2008 kl. 06:01
Aldrei þessu vant er ég ekki sammála henni Láru, ekki sænska litinn, látum Grindvíkinga eða bara einhverja um hann. Svart í bland er málið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 08:44
Gulir og glaðir!! Og kannski þá svart í bland eins og þið segið, ekkert annað kemur til mála að mínu mati.
Kom mér mikið á óvart fyrst þegar var byrjað að ræða um þetta, hélt að svona mál þyrfti ekkert að ræða, á eiginlega að vera sjálfgefið.
Andrir (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.