Erfitt að sjá samnefnara

Það er erfitt að átta sig á framkomu fólks á þessum hátíðum víða um land. Á sama tíma og 10-13.000 manns voru í Hveragerði og allt fór fram með sóma, voru um 3000 manns í Stykkishólmi og allt vitlaust. Rólegt á Skagaströnd segir löggan en þar eru ekki nærri því eins margir - Getur verið að mat lögreglunnar ráði einhverju um? - Nú var ball og brekkusöngur í Hveragerði með fullt af fólki, Hólmarar voru líka með bryggjuball. Fyrir stuttu voru Írskir dagar hér á Akranesi með ró og spekt eftir að allt var vitlaust á þeim í fyrra. Akureyringar sluppu við öll læti um verslunarmannhelgina en allt vitlaust þar á bíladögum. - Það er erfitt að sjá neinn samnefnara í þessu öllu. 


mbl.is Þúsundir á Blómstrandi dögum í Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Rölti um götur í Hveragerði eftir hádegið í dag og mér fannst allavega nóg um glerbrotin um allt. Skelfileg umgengni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.8.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Geir Guðjónsson

Þá er bara að finna mælikvarða á skemmtanahaldið, t.d. hve mörgum þurfti lögregla að stinga inn, mér skilst að ekki hafi farið mikið fyri því hjá Ólafi Helga og hans mönnum um helgina.

Geir Guðjónsson, 17.8.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þetta er allt spurning um rétt skipulag. Það held ég að hafi klikkað í Hólminum.

Hafsteinn er fjöldi glerbrota nokkuð marktækur mælikvarði á hversu vel heppnaðar hátíðirnar eru?

Sigurbrandur Jakobsson, 17.8.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

30.000 mannz á fizkidögum & ungvar hallærizlegar 'ekki fréttir' ...

Steingrímur Helgason, 17.8.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta fer örugglega eitthvað eftir veðri líka. Ef það er kaldara róast liðið.

Víðir Benediktsson, 18.8.2008 kl. 06:33

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nei Sigurbrandur það er öruggt. Hinsvegar er útgangur eins og sjá mátti í Hveragerði í gærmorgun svakaleg lýsing á ástandi þeirra sem þar hafa gengið um götu og fyrir mína parta frábið ég mér að vera í svoleiðis söfnuði. Við þekkjum það líka að ekki þarf alltaf stóran hóp til að búa til svona standard.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.8.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband