Þarf ekki að stinga út úr framsóknarfjósinu?

Það er greinilegt á þessu að þrátt fyrir að fækkað hafi mjög í framsóknarfjósinu síðasta áratugin þá hafa menn ekki haft fyrir því að stinga út úr því. Er ekki komin tími til að moka þessum dreggjum út úr fjósinu sem Halldór og félagar skildu eftir sig. Framsóknarmaður með um 2% fylgi kominn í oddastöðu í Reykjavíkurhreppi. Ef þetta er lýðræði þá eru helstu einræðisherrar sögunnar (nefni ekki nöfn þeirra af tillitssemi við viðkvæma) orðnir boðberar lýðræðis. Einkahyggjan og einræðishyggjan sem viðgengist hefur í Reykjavíkurhreppi að undanförnu taka út yfir allan þjófabálk.
mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Óskar er síðast framsóknarmaðurinn í borgarstjórn

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 23:14

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

síðasti

Hólmdís Hjartardóttir, 14.8.2008 kl. 23:14

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér skilst að það verði framhald af þessari sorgarsögu á morgun

Sigrún Jónsdóttir, 14.8.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...ekiki bara á morgun Sigrún....þetta endist í einhverja mánuði .....og svo...áframhald á farsanum.

Haraldur Bjarnason, 14.8.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þó segir 2% fylgi á "flagarann", er það ekki ofrausn? Væri ekki hissa þó hún Marsibil ætti eitthvað af þeim 2%, þó ekki væri nema fyrir staðfestuna.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.8.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband