Framhald á farsa hreppsnefndarinnar í Reykjavík

Þessi farsi í hreppsnefnd Reykjavíkurhrepps verður ótrúlegri með hverjum deginum sem líður. Sveitarstjóri hreppsnefndarinnar, gerir hvert axarskaftið á fætur öðru, ræður fólk og rekur á báðar hendur og allt undir verndarvæng hins fjölmenna flokks Sjálfstæðismanna, sem í hreppsnefndinni situr. Þótt ég trúi ýmsu á Framsóknarmenn þá finnst mér ótrúlegt að þeir hlaupi undir bagga núna til að ljúka þessum framhaldsfarsa.
mbl.is Fréttamenn bíða í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég trúi öllu upp á Framsóknarmenn........................og Ólafur er ekkert verri en restin af þessu liði.  Bíð spennt eftir nýjasta brandaranum.  Ef Óskar vill ekki vera mem  splundrast allt.............og dagar Sjálftökuflokksins í borginni eru brátt taldir...............

Hólmdís Hjartardóttir, 13.8.2008 kl. 18:58

2 identicon

Þetta er nú komið útí tóma vitleysu! Og ef þeir slíta samstarfi nú ætti að ganga beint til kosninga. Framsókn vill ekki hafa Ólaf með og Sjálfstæðisflokkurinn er nú engu betur settur einn með framsókn sér við hlið.

Andrir (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er ljóst að það þarf að breyta lögunum um sveitastjórnarkosningar. Það á að vera hægt að efna til kosninga þegar stjórnarkreppa ríkir í viðkomandi sveitarfélagi eins og nú er borðleggjandi í Reykjavík núna.

Víðir Benediktsson, 13.8.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband