Veruleikafirrt fólk

Þetta þarf ekki að koma á óvart. Fólk í hinum vestræna heimi er orðið svo veruleikafirrt. Það heldur eflaust að kjúklingarnir, kalkúnarnir, nautin og allt annað af dýrum, sem það borðar sé framleitt í verksmiðjum. Lundinn fær ekkert slæman dauðdaga, er snúinn úr hálslið og með það sama er hann dauður. Þetta er svipað og með þá sem agnúast út í hrefnuveiðarnar og finnst þær ógeðslegar. Sýningin sem fékkst um daginn þegar háhyrningarnir drápu hrefnuna gerði kannski einhverjum ljóst að slátrun mannskepnunnar á dýrum gengur fljótar fyrir sig en meðal dýra.
mbl.is Kvartað vegna mynda af lundaveiði á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Alveg er ég sammála þér. Fyrir utan það að ef þú stendur rétt að, þá er þetta sársaukalaus aðferð fyrir fuglinn, að snúa hann úr hálsliðnum.

Ég fór um daginn í lundaveiði, og þá var maður sem sagði sögu frá því þegar fyrir nokkrum árum komu túristar að honum þar sem hann var með slatta af lunda, og voru eitthvað að forvitnast um þetta athæfi, og spurðu hvernig hann færi að því að drepa lundann. Hann laug því fyrst að þeir færu með bíla rafgeymi og steiktu í þeim hausinn, en leiðrétti sig svo strax, og sagðist snúa þá úr hálslið. Túristunum fannst mun mannúðlegra að nota batteríið!

En gaman að þessu

Finnur (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Algjorlega sammala. Atti thetta samtal vid einn hrefnuveidisandstaedinginn sem var algjorlega a moti thvi, en bordadi sjalfur allskonar kjot med bestu lyst, thad eru bara storu, saetu og sjaldsedari dyrin sem ma ekki drepa, en theim er sama um fjoldaslatrarnir a ollum  odrum dyrum sem thau eta sjalf.

Sigurður Árnason, 30.7.2008 kl. 15:57

3 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Það er alveg merkilegt að sjá hvað fólk er heimskt þegar það kemur að þessum málefnum. Það er ekkert eðlilegra heldur en einmitt að veiða sér bráð og borða samdægurs.

Það er alveg rétt hjá þér að fólk er orðið svo veruleikafirrt, viðkvæmt og heilaþvegið að það hálfa væri nóg. Ég bý t.d. úti í Bandaríkjunum núna og fólk kallar mig kjötætuna, það er alltaf að setja útá að ég sé að borða DÝR... OG HVAÐ... Þetta er bara svo vitlaust að það hálfa væri nóg.

Björn Magnús Stefánsson, 30.7.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er kannski full djúpt í árina tekið að segja að fólk sé heimskt en það er MJÖG mikið um veruleikafirrt fólk og þessir "kaffihúsanáttúruverndarsinnar" virðast vera einna verstir hvað þetta varðar.

Jóhann Elíasson, 30.7.2008 kl. 16:31

5 identicon

Ameríkanr margir gera sér ekki grein fyrir því að hamborgarinn sem þeir borða séu meðhöndluð dýrshræ.

Pulsur, unnin matur borgara ofl er allt saman leifar af dýrshræjum mismeðhöndlað og að misjöfnum gæðum.

Ekki kæmi mér á óvart ef eitthvað að borgurunum innhéldi hval eða höfrungakjöt.

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 16:33

6 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Þeir sem kvörtuðu, verða ekki ánægðir þegar þeir sjá svo myndir af hrefnuveiðum í Djúpinu.

Sigurbrandur Jakobsson, 30.7.2008 kl. 16:59

7 identicon

Fólk í borgum Evrópu og USA heldur að kjöt verði til í verksmiðjum!

óli (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 17:11

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

jahérna

Hólmdís Hjartardóttir, 30.7.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Sjö manns hringdu og kvörtuðu! Ég meina það - skil ekki einu sinni að það sé skrifuð fréttum um þetta. Það hringja sko miklu fleiri ef Leiðarljós er fellt niður hjá RÚV! 

Jóhanna Hafliðadóttir, 30.7.2008 kl. 20:58

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Rétt Jóhanna, sjö manns út í hinum stóra heimi. Við hefðum varla talið það til tíðinda á RÚVAUST þegar mest gekk á. - Kveðja á grafarbakkann

Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband