Frítt í strætó fyrir alla, líka þá sem nú eru á stóru jeppunum

Ætla rétt að vona að Akureyrarkaupstaður haldi áfram að bjóða frítt í strætó. Þetta er frábært og umhverfisvænt á allan hátt. Sama er á Fljótsdalshéraði og Akranesi, frítt í strætó. Hvernig væri að Reykvíkingar skoðuðu þetta dæmi líka í stað þess að vera að flokka þá niður sem fá frítt, sennilega er hagkvæmast að fá þá sem aka á stóru jeppunum til að fara í strætó í staðinn, allavega umhverfisvænast.
mbl.is Eldsneytiskostnaður mun hærri en áætlað var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú ætlar þú sunnlendíngum í tjöruborginni vitræna hugsun.

Slíkt er varhugavert oflof.

Steingrímur Helgason, 26.7.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var verið að íhuga eða ákveða að bjóða út a.m.k. hluta af þjónustu Strætó í Tjöruborg...  Ekki mikil von til að þá verði ókeypis í strætó - frekar líkur á að þeir hækki fargjöldin.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ef fólk fengist í strætó......myndi sparast í gatnagerð.....og auðvitað minni mengun

Hólmdís Hjartardóttir, 27.7.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband