Aldurstakmörkin í 66 ár strax

Það er löngu vitað að menn geta orðið kexruglaðir og vitlausir af brennivíni á hvaða aldri sem er. Aldurstakmörk á tjaldsvæði, hvort sem er 18, 23 eða 30 ára, skipta því engu máli hvað það varðar. Þótt vel hafi tekist til á Akranesi á írskum dögum í ár og engin vandræði á tjaldstæðum, þá er það líklega frekar vegna umræðunnar sem varð um þetta en vegna bannsins. Ekki tókst að koma í veg fyrir skrílslæti og djöfulgang á Akureyri á bíladögum þrátt fyrir aldurstakmark á tjaldsvæðum. Aldurinn er ekki málið það er maðurinn sjálfur sem skiptir máli. Kannski er rétt að færa aldurstakmörkin upp í 66 ár?

Annars er alltaf gaman að sjá fjölbreytnina í myndbirtingum með fréttum mbl.is. Þessi er kostuleg; tjald með verðmiða utan við einhverja verslunina. Þetta er það sem næst kemst tjaldsvæði á Laugarvatni.


mbl.is Kveikti á ljósavél og hljómflutningsgræjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Garðarsson

Sammála þessu.  Aldurstakmark í 66 ár strax.  Ef fjöldi gesta á tjaldsvæðinu væri líka takmarkaður við 1, er líka búið að koma í veg fyrir hópamyndun.

Hjalti Garðarsson, 23.7.2008 kl. 10:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála......eða bara að banna fólki alfarið að tjalda

Hólmdís Hjartardóttir, 23.7.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband