Makríllinn er eftirsóttur

Nú er spurningin hvort eitthvað verður farið að vinna úr þessum makríl að ráði hér á landi. Að vísu eru skipin að frysta eitthvað eins og fram kemur í fréttinni en það er synd ef svona frábær matfiskur fer að mestu í bræðslu. Norðmenn og Danir hafa löngum heitreykt makríl og hann er frábær og að mörgu leyti betri en reykt síld. Hann er því eftirsóttur fyrir fleira en að vera utan kvóta. En líklega höldum við Íslendingar áfram hráefnisvinnslu okkar og látum aðra um að fullvinna.

Eins og kemur fram í fréttinni sést makríll illa í fiskileitartækjum. Einu sinni var mér sagt að makríllinn væri ekki með sundmaga og gæfi því verra endurkast í mælitæki. Rússar hafa notað flugvélar með innrauðum myndavélum til að finna makrílgöngur fyrir sinn flota. Ein slík vél var tvö ár í röð gerð út frá Egilsstöðum til að leiðbeina rússneskum flota í Norðurhöfum.


mbl.is Makríll er lottóvinningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Makríll er mjög góður matur. Danir nota hann einnig í salöt ofan á brauð og svo er hægt að kaupa hann í dósum, góð tilbreyting en bestur er hann heilreyktur...algjört lostæti.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 21.7.2008 kl. 10:37

2 identicon

Í Portugal og á Spáni fólk borða grillað makríll.

Marina Mendonca (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband