Alvöru samgöngur um land allt
16.7.2008 | 07:31
Í sjálfu sér þarf enga ítarlega skýrslu til að upplýsa það að áframhaldandi fækkun verður í mörgum byggðarlögum víða um land verði ekki gert stórátak í samgöngum. Þær eru undirstaða alls. Þeir sem mest hafa gagnrýnt stóriðjustefnu undanfarinna ára benda oft á ferðaþjónustu sem góðan kost. Hún er það en til þess að hún geti gengið þarf almennilegar samgöngur. Við þurfum alvöru samgöngur um land allt.
Á föstudag voru 10 ár liðin frá opnun Hvalfjarðaganga. Allir vita og sjá hve þau hafa breytt miklu. Það á að bora göng um land allt. Vera með gangagerð allsstaðar næstu einn til tvo áratugina og klára þetta dæmi. Göng eru ekki bara vegur þau breyta öllu byggðamynstri og um þau er hægt að leggja lagnir sem sparar stórfé. Jarðgöng eru ódýrasta og arðbærasta framkvæmd sem til er hér á landi. Þetta eru mannvirki sem endast í aldir.
Byggðarlög leggjast í eyði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í hvaða röð viltu grafa göngin Haraldur ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.7.2008 kl. 09:04
Skiptir engu, jarðgöng hvar sem er gagnast öllum landsmönnum. Hvalfjarðargöng t.d. gera gagn á Vestur- Norður- og Austurlandi. Vera með ein göng í hverjum fjórðungi í gangi í einu í hverjum fjórðungi. Það er búið að bora um 80 km af göngum vegna Kárahnjúkavirkjunar og virtist ekkert mál á 4 árum. Það er álíka vegalengd og öll göng sem brýn eru á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.
Haraldur Bjarnason, 16.7.2008 kl. 09:15
Satt segirðu, þeir eru byrjaðir fyrir vestan og vonandi geta Bolvíkingar keyrt heim án þess að fá grjót yfir sig sem fyrst.
Ég er talsmaður byggðar út um land sem víðast, enda ættuð úr sveit.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.7.2008 kl. 09:19
Algjörlega sammála þér Haraldur. Bora göng og "þvera" firði, þá munum við koma í veg fyrir að Ísland verði fátækt borgríki, sem fjarar svo út.
Sigrún Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 14:19
Ég er ekki sammála þér, Haraldur...... mér finnst óforsvaranlegt að bora göng út um allt land fyrir nokkrar hræður á meðan ekki er hægt að halda gangandi almennilegum strætó-samgöngum á höfuðborgarsvæðinu þar sem stærstur hluti landsmanna býr....
Ég vil frekar sjá öflugt lestarkerfi hér um landið, ekkert mál að leggja teina hringveginn, hitt yrði eflaust meira mál en myndi borga sig engu að síður.... gæti reyndar verið að við yrðum að skipta 'Islendingum út með einhverjum öðrum sem myndu faktískt nota lestarkerfið, but who cares.....? Erum við eitthvað til að halda upp á hvort sem er?? ........
Lilja G. Bolladóttir, 17.7.2008 kl. 04:51
Sammála Lilja. Lestir um allt. - Fyrst göng, því lestir fara ekki yfir fjöll.
Haraldur Bjarnason, 17.7.2008 kl. 21:09
Þetta er framtíðin.....en erum við ekki fallít?
Hólmdís Hjartardóttir, 17.7.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.