Eldist "fljótt" af furunum

Þessi "sólbruni" furu er mjög vel þekktur á Austurlandi og nokkuð algengur á Héraði en ekki er seltunni fyrir að fara þar. Þetta gerist þegar sól er orðin sterk en frost enn í jörðu. Nálarnar heimta vatn sem rótin getur ekki útvegað vegna frostsins. Einu sinni spurði ég skógfræðing út í þetta og hann sagði að þetta eltist fljótt af furunum. Hve fljótt? spurði ég og fékk svarið um hæl: "Á svona 30 árum". Þá eru sem sagt líkur á að rótin nái niður fyrir frost en svarið sýnir hve tíminn er afstæður í hugum manna.
mbl.is Veðurfarið er sökudólgurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Var það nokkuð Þröstur frændi minn fyrir austan?

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nei Hólmdís, ekki var það Þröstur Eysteinsson. Þetta var Helgi Gíslason sem lengi var framkvæmdastjóri Héraðsskóga og nú framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. En Þröstur hugsar í áratugum eins og hann, annað en ég sem hef starfað við fréttamennsku í 30 ár og hugsa í mínútum og sekúndum.

Haraldur Bjarnason, 15.7.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skógfræðingar hugsa örugglega í áratugum. Við Þröstur erum bræðrabörn....og hjá honum sá ég fyrst það mikla tækiundur sem segulband er......hann kom með það frá Oklahoma þar sem hann ólst upp.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 23:04

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

tækniundur

Hólmdís Hjartardóttir, 15.7.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband