Hvað getum við gert?

Auðvitað er eðlilegt að Jón Ásgeir flytji eitthvað af starfsemi sinni út fyrir landssteinana. Davíð Oddsson hefur unnið að því undanfarin ár að flæma þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes á burtu. Honum hefur tekist það núna. Okkur öllum til tjóns - Hvað getum við hin gert til að flæma Davíð Oddssson í burtu?  - Hann er með ríkisstjórnina í herkví. - Hann heldur okkur í fjötrum vaxtaokurs. - Hann er einfaldlega helsti vandræðagripur landsins og við þurfum að losna við hann. - Við þurfum að senda hann úr landi....en hvert?...það vill örugglega enginn taka við honum......
mbl.is Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér 100%

Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Er ekki möguleiki að koma dýrinu til Zimbabve, ég gæti alveg trúað að Mugabe gæti notað mann með þessa kunnáttu í peningamálum. Gæti trúað að þeir ættu vel saman líka. Nema hvað Mugabe er búinn, loksins, að koma sér útúr húsi hjá Bush. Okkar maður gæti örugglega lappað uppá þann kontakt?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 19:20

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fer hann ekki að komast á sendiherraaldurinn?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 19:48

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Fyrir alla muni, það má alls ekki senda hann neitt á okkar vegum, biddu fyrir þér Helga...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Klæða kallinn í hvítan pels og sleppa honum svo á Skagatánni og sjá  til hvað umhverfisráðherra gerir. Hún lætur örugglega banna myndatökur svo mikið er víst.

Víðir Benediktsson, 28.6.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Tillagan er góð Víðir.....líklegt að liðsmenn Björns B á Sauðárkróki bregðist við eins og þeim ber  

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 22:45

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur og meðhlæendur: er í lagi að brjóta lög landsins ef maður er nógu ríkur, er það í lagi að brjóta hlutafélagslög á íslandi vísvitandi, haldi þið að menn sem brjóta af sér hér heima geri það ekki erlendis, hleypið heilbrigðri skynsemi að áður en þið sammælist brotamönnum þessa lands.   

Magnús Jónsson, 28.6.2008 kl. 23:34

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magnús skoðaðu aðeins hverjir eru brotamenn þessa lands og hverjir hafa verið sýknaðir í hæstarétti!!! - Hver er ríkastur??...skoðaðu það líka...eftirlaunalögin sem sett voru og allt það! 

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 23:47

9 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Magnús, ég hef miklu minni áhyggjur af "brotamönnum" hérlendum, bæði ríkum og fátækum, en títtnefndum núverandi seðlabankaskúrk, það er á hreinu og ég held að ég sé ekki einn um það.

Þar fyrir utan er ég alveg klár á því, að ekki eitt einasta hlutafélag í þessu landi mundi sleppa í gegnum svona rassíu eins og búið er að senda Baug í gegnum. Það er í raun merkilegt að ekki finnist meira en þessi tittlingaskítur?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.6.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Vasaþjófar mega ekki sitja í stjórn hlutafélaga en dæmdir stórglæpamenn mega sitja á þingi.

Víðir Benediktsson, 29.6.2008 kl. 00:07

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur og Hafsteinn : eruð þið í alvörunni að segja að Það sé ílagi að brjóta lög landsins vitandi vits, mér er til efs að þið vilduð að menn með dóma fyrir misferli á fjármálasviði stjórnuðu fyrirtækjum í eigu almennings eða er ég að miskilja ykkur er í lagi að menn brjóti lög og reglur í viðskiptum hérlendis, nær væri að umræddir men bæðu hluthafa afsökunar á því að hafa brotið lög landsins, en að misvitrir men stæðu í því að verja misgerðir þeirra sem eru margsannaðar.

Magnús Jónsson, 29.6.2008 kl. 00:13

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gerum Jón Ásgeir að fjármálaráðherra......það vantar heiðarlegri mann í það embætti

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 00:40

13 Smámynd: Magnús Jónsson

Hólmdís: þú ert að grínast er að ekki annars...

Magnús Jónsson, 29.6.2008 kl. 01:10

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég er hreint ekki að grínast

Hólmdís Hjartardóttir, 29.6.2008 kl. 01:50

15 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála Hólmdísi. Hann yrði örugglega betri en dýralæknirinn úr Hafnarfirði.

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 04:11

16 Smámynd: AK-72

Einhvern tímann sagði ég: "Dýr mun Davíð reynast allur".

Því miður hefur það ræst, líklegast mesti skaðvaldur á íslensku efanahgslífi og stjórnkerfi landsins síðan Móðuharðindin. Verst að þó að við losnum við kallinn í burtu þá er enn of mikið af eftirhermum hans í spillingunni á fullu og enn við kjötkatlana hvort sem það er dýralæknir eða pabbastrákur í stríðsleik með brjálaðn tindátaher sem kann að öskra GAS. 

AK-72, 29.6.2008 kl. 06:21

17 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég vil bara ítreka Magnús, að ég tel að EKKERT hlutafélag mundi sleppa athugasemdalaust í gegnum svona rassíu, eins og Flokkurinn hefur sent Baug í gegnum á undanförnum árum, öllum sem nálægt hafa komið til stórvansa.

Hann Jón Ásgeir væri örugglega með betri stjórn á fjármálunum en núverandi fjármálaráðherra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 10:39

18 identicon

Skemmtileg lesning í morgunblaðinu í dag, uppgjör Jóns Ásgeirs. Tek undir það að hann yrði klárlega góður fjármálaráðherra, og að kalla manninn "glæpamann" er algjör vitleysa.

Andrir (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:59

19 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég þarf að ná mér í Moggann Andri! - Tek undir með ykkur Hafsteini, AK-72 og Víði en átta mig en átta mig ekki á þvi sem Magnús er að segja. 

Haraldur Bjarnason, 29.6.2008 kl. 12:15

20 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það segir nú meira um þá sem kalla Jón Ásgeir glæpamann en um Jón Ásgeir Andri og er nánast bundið við einhvern harðan kjarna í Flokknum, Davíðs/Björns klíku einhverja, held ég.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 12:45

21 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hafsteinn Viðar. Ég þekki til í mörgum stórfyrirtækjum se hafa um áratugina verið tekin í viðlíka rannsókn á bókhaldi. Þar var alltaf allt í lagi gagnvart yfirvöldum nema stundum var kvartað yfir að ákveðin atriði væru færð undir röngum bíkhaldslykli, atriði sem eru einungis færslulega ágreiningsatriði en ekki þess eðlis að þau breyti greiðslum fyrirtækjanna til skattyfirvalda, eða hluthafa sinna.

Þetta er því rangt hjá þér að engin fyrirtæki standist slíka skoðun. Þetta geta skattyfirvöld örugglega uppl´syt þig um ef þú sendir þeim fyrirspurn þess efnis. Þetta er eitt af því sem geislaBAUGSsmiðirnir eru að spinna til að reyna að gera lítið úr sakfellingunni.

Já þeim feðgum hefur sannarlega tekist geislaBAUGSsmíðin á sjálfa sig í fjölmiðlum sínum fyrst fólk skrifar svonaeins og hér er sett fram. 

Þessir menn voru dæmdir sekir um lögbrot og virtist sem héraðsdómur þyrði ekki að taka á 36 af ákærunum sem voru vel rannsakaðar og 2-3 óháðir mismunandi aðilar, sérfróðir á hverju sviði, sammála um sekt í hverjum ákærulið. Vísað var frá dómi vegna orðalags í ákærunum ekki vegna þess að þær ættu ekki við rök að styðjast. Ég myndi nú segja að þeir ættu að prísa sig sæla að þeir sluppu við þessar frávísuðu ákærur, en gleymið ekki því að Hæstiréttur sagði JÁJ  sekan um ólögmæta sjálftöku á fjármunum upp á hundruðir milljóna króna frá meðeigendum sínum í almenningshlutafélaginu, en ekki hægt að sakfella vegna fyrningar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.6.2008 kl. 13:05

22 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held ennþá að það séu engin dæmi hérlendis um viðlíka yfirlegu yfir bókum nokkurs fyrirtækis og enda voru dæmin úr vísareikningunum sem birt voru í mogga á sínum tíma með þeim hætti að það var með ólíkindum sparðatíningurinn og ruglið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband