Sól og sumar á Skaganum

Já það er sko sannarlega sólskin og blíða hér á Akranesi. Bærinn iðar af mannlífi, enda er hér pollamót í fótbolta, þar sem um 1.000 ungir knattspyrnumenn leika listir sínar. Þeim fylgja að sjálfsögðu foreldrar, systkini, afar og ömmur. Þannig að ætla má að um 4.000 manns séu hér vegna mótsins. Flestir gista á staðnum og allir blettir eru þéttsettir tjaldvögnum, hjólhýsum og húsbílum. Stærsti hópurinn hefur komið sér fyrir á grassvæðum við safnasvæðið að Görðum.

Þessu til viðbótar er svo golfmót á Garðavelli með eitthvað á annað hundrað keppendum og þeim fylgir líka eitthvað af fólki. Tók nokkrar myndir í veðurblíðunni áðan.

IMG_8122 IMG_8123 IMG_8127 IMG_8130 IMG_8132

 1-2 Öllu tjaldað sem til er. Skuldahalar og annað hjólahúsnæði í hundraða tali á safnasvæðinu að Görðum.

 3-5 Foreldrar, systkini og aðrir fylgdust spenntir með í sumarblíðinu á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum.

IMG_8138 IMG_8139 IMG_8136 IMG_8144 IMG_8145

6-8 Þeir sem ekki spiluðu fótbolta eða fylgdust með honum fóru að sjálfsögðu að sóla sig á Langasandinum.

9 Friddi Helga Dan var mættur til myndatöku á Langasandinum

10......og þetta er sá sem Friddi var að mynda. Hann gekk ákveðið eftir sandinum ber að ofan og sveiflaði skíðagöngustöfum.


mbl.is Gott veður um land allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ah, langaði svo á Langasandinn þegar ég sá þessar myndir

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2008 kl. 21:57

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Glæsilegar myndir hjá þér!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband