Er þetta virkilega hámarkstala?

Fimmtíu þúsund krónur á dag í dagsektir fyrir sóðaskap og illa umgengni. Getur verið að ekki sé heimild fyrir hærri sektum? -  Ætli þeim sé ekki nokk sama um það Ítölunum. Þeir eru að verða búnir með öll verk þarna og skeyta eflaust engu um fráganginn. Þá munar ekkert um nokkra fimmtíu þúsund kalla og svo geta þeir ábyggilega dregið að borga þar til þeir eru farnir með allt á burtu, nema það sem þeir skilja eftir af mengun eins og Kaninn gerði í herstöðvunum fyrir vestan og austan.

Hver er svo ábyrgð Landsvirkjunar? - Þessir slóðar eru í vinnu hjá Landsvirkjun. Hún hlýtur að bera einhverja ábyrgð. - Það á að beita fullri hörku í þessum málum. - Allt of mikill slóðaskapur hefur verið liðinn hingað til.


mbl.is Dagsektir lagðar á Impregilo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það sé ekki hæg að draga þetta frá skuldinni sem ríkið skuldar þessum Ítalasóðum

annars held ég að þessir sóðar séu að tikka inn 100.000kall á dag í dráttarvexti frá ríkinu síðan að dómur um skattamál féll á síðasta ári

Mr;Magoo (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þegar verk eru boðin út er ávalt krafist trygginga fyrir því að verktaki ljúki framkvæmdum, ef svo ólíklega færi að Impregilo kláraði ekki framkvæmdina, mun Landsvirkjun láta klára þetta á kostnað verktryggingarinnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.6.2008 kl. 23:57

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mr. Magoo. Hún er nú eitthvað í lausu lofti þessi skattaskuld Ítalana og síðast þegar fréttir voru af þessu virtist ekki á hreinu hver hún var. Er ekki bara rétt að hækka sektirnar fyrir trassaskapinn upp í sama og dráttarvextirnir eru?!!! - Valli. Þessar dagsektir núna eru ekki vegna verksins sjálfs heldur vegna þess að þeir eru ekki að framfylgja lögum um umgengni á vinnusvæðinu, það er olíumengun og ýmis annar óþrifnaður sem veldur. Ég er hræddur um að verktryggingarnar nái ekki yfir það. - Hins vegar verður bara að siga lögreglunni á þá ef þeir eru að brjóta lög - Upp með spreyið!!!

Haraldur Bjarnason, 14.6.2008 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband