Rafmagn til almennings hækkað en ekki til stóriðju

Kárahnjúkastífla Kárahnjúkastífla í smíðum

Það er nú svo að allt virðist vísitölutryggt í þessu samfélagi okkar nema launin. Landsvirkjun er með tryggingu í neysluvísitölu um sölu á rafmagninu til þeirra sem selja almenningi. - Er það ekki annars rétt munað hjá mér að fyrir stuttu hafi verið frétt um að engar svona tryggingar væru í samningum Landsvirkjunar um rafmagnssölu til stóriðjufyrirtækja? - Þar er allt neglt niður á lágmarksprísum og hæsta verðbólga í átján ár skiptir engu þegar verið er að selja útlendum gæðingum íslenska orku. Hvað þá hækkandi orkuverð um allan heim. Það erum við sem blæðum í báðum tilfellum.


mbl.is Rafmagnsreikningurinn hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Í fréttinni er sagt að verð á ótryggri orku (álversorkan) hækki sem svarar neysluvísitölu (12%) þótt verð til almennings hækki bara um 6%.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.6.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég er hræddur um Sigurður að þessi ótrygga orka sem þarna er talað um sé ekki álversorkan heldur það sem RARIK og fleiri, sem kaupa af Landsvirkjun, eru að selja til fiskimjölsverksmiðja og annarra stórra notenda. Í frétt á mbl.is 24, maí kemur fram í viðtali við Friðrik Sophusson að samningar til stóriðju séu til langs tíma og semja þurfi sérstaklega ef unnt eigi að vera að hækka verðið. Þannig að "ótrygga" orkan sem Landsvirkjun selur til stóriðju er ekki verðtryggð eins og það sem Landsvirkjun er að selja til raforkusmásalanna.

Haraldur Bjarnason, 12.6.2008 kl. 08:48

3 identicon

Rétt, stóriðjan notar nánast ekkert ótryggt rafmagn í dag. 

Ætli stóriðjurafmagnið hafi ekki hækkað vel líka, enda segir sagan að samið sé um í bandaríkjadölum, og alltaf fjölgar krónunum sem fá má fyrir þessa grænu seðla.

Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að rafmagnið til álvera sé meðal annars tengt álverði. Og hráefnisverð hefur farið með himinskautum undanfarið.

Alla vega eru vísbendingar uppi um að stóriðjurafmagnið hafi hækkað umtalsvert meira i íslenskum krónum en "heimilsrafmagnið". Pistillinn er því í flesta staði vanhugsaður.

Haukur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:54

4 identicon

Verð á rafmagni til álvera er háð verði áls eins og Haukur bendir á.

Það er aftur á móti þvílíkur draumasamningur við álverin. Þau sleppa við að hafa áhyggjur af kola og olíuverði sem allir vita hvernig staðan er á í dag.

Karma (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ekki vanhugsaður, Haukur. Þetta er rétt að neyslivísitala tryggir að verð til almennra neytenda hækkar en í frétt mbl. 24 . maí kom hreinlega fram að ekkert væri tryggt í þeim efnum varðandi stóriðjuna. Sérstaka samninga þyrfti til. Svo vitum við ekkert um hækkanir til stóriðju því samningarnir eru allir leynilegir og eins og þú segir eru þetta bara vísbendingar. Þannig að því leyti getur verið vanhugsað að slá því föstu að stóriðjurafmagnið hafi hækkað. ekkert liggur frammi um það. - Við getum ætlað að það hafi hækkað og fleiri krónur fáist en þær duga skammt í erlend lán Landsvirkjunar er það ekki?

Haraldur Bjarnason, 12.6.2008 kl. 11:12

6 identicon

Skuldir LV eru í dölum

Tekjur LV af stóriðju eru í dölum.

Ergo, gengisfall krónunnar og meðfylgjandi verðbólga hefur ef eitthvað er jákvæð áhrif á rekstur LV þar sem að óbreyttu hljóta tekjur að hafa átt að geta staðið undir skuldum tengdum framkvæmdinni. (Þ.e. a.m.k. það sem LV heldur fram).

Þar fyrir utan bætist hækkun á álverðinu. E.t.v. tók ég full veikt til orða í fyrri athugasemd. Við vitum að samningarnir eru bæði bundnir álverði og eru í bandaríkjadölum. Það hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna látið upp. Hvert verðið er í dölum og hvernig álverðstengin er útfærð, er hins vegar eitthvað sem er ekki opinbert.

Hins vegar hvort að samið hafi verið um alltof lágt verð í upphafi, það er allt önnur gella.

Haukur (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband