Þetta atvik staðfestir orð Guðjóns

Eftir þetta atvik og brottrekstur Stebba Þórðar í leik ÍA gegn HK í dag er ég ekki lengur í nokkrum vafa um að allt sem Guðjón Þórðarson sagði um dómarana um daginn var hárrétt. Að vísu grunaði mig það alltaf en vildi ekki trúa því að dómarar gætu verið svo skyni skorpnir að vera með samantekin ráð gegn einum leikmanni og í raun heilu liði. - En svona virðist þetta vera í dag. - Hvað svo sem veldur. - Guðjón stendur eftir með pálmann í höndunum, ég var rétt að vona um tíma að þetta hefði bara verið augnabliks reiði hjá honum en nú er ég sannfærður. - Íslenska knattspyrnu setur niður við þetta.
mbl.is Bjarni Guðjónsson: Óviljaverk hjá Stefáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég hef ekkert vit á því, sem þú varst að skrifa um núna, en mikið djö..... þykir mér vænt um kommentin sem þú setur inn á mína síðu

Takk fyrir að vera bloggvinur!!

Lilja G. Bolladóttir, 9.6.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Tek undir með Lilju! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 01:22

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Takk fyrir stelpur

Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 07:06

4 identicon

Vonandi halda Skagamenn bara þessari línu þe. Stefán útaf í 1.leik eftir leikbann og halda sér í þessu sæti þe.11.sætinu allt til loka tímabilsins. Þetta pakk á bara ekki heima í þessari deild.

Gauji Þórðar (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þú þarna, sem þykist heita Gaui Þórðar (það er ekki j í Gaui, mundu það næst þegar þú reynir að villa þér heimildir) þetta sem þú segir er nákvæmlega það sem menn virðast vera að reyna. Leggja ÍA í einelti því hingað til hefur ekki dugað að koma ÍA í koll með knattspyrnu. Þá er beitt öðrum brögðum eins og þessum. Ég á bara svo erfitt með að trúa þessu á dómarana og held ennþá að þetta séu undantekningar frá annars ágætum mönnum. Annars er umhugsunarefni að 8 rauð spjöld voru veitt í síðustu umferð mótsins. Mér finnst það benda til þess að dómararnir séu ekki alveg starfi sínu vaxnir og noti því sitt eina vopna til varnar: spjöldin. Annars væri gaman að fá málefnalega umræðu um þetta en ég leyfi þessu síðasta rugli samt að standa.

Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 19:20

6 Smámynd: Hulduheimar

Get nú ekki séð hvernig þetta atvik staðfestir orð Guðjóns, enda yfirleitt fátt sem staðfestir þau. Þetta atvik staðfestir að Stefán er einfaldlega grófur leikmaður og er fyrir vikið rekinn út af hvað eftir annað. Þetta brot verðskuldaði algjörlega rautt spjald.

Hulduheimar, 9.6.2008 kl. 20:01

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Skilaboð til Hulduheima (Af hverju skrifar enginn undir nafni?) Það er athyglisvert við rauða spjaldið sem Stefán fékk á móti HK að dómarinn hafði ekki séð neitt athugavert, ekki leikmenn HK né nokkur annar. Línuvörðurinn veifar og eftir samtal við hann gefur dómarinn rauða spjaldið, ekki gult. Þannig að hann virðist meta "brotið", sem hann sá ekki, mjög alvarlegt. Svo af því þið í hulduheimum segið Stefán einfaldlega grófan leikmann, þá má benda á að hann lék í 3 ár í Svíþjóð og á þeim tíma fékk hann eitt rautt spjald. Hér er mótið rétt byrjað og hann búinn að fá tvö. Svo er hitt, sem ég hef nefnt: 8 rauð spjöld í síðustu umferð. Ef það er sanngjarnt, þá er íslenskur fótbolti mjög grófur. Ég held einfaldlega að dómgæslan sé ekki í lagi.

Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 20:44

8 Smámynd: Hulduheimar

Ekki gleyma því Haraldur að "línuverðir" eru aðstoðardómarar. Þeir eiga að dæma á brot þegar þeir sjá þau.

Hulduheimar, 9.6.2008 kl. 21:19

9 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað. Það hefur alltaf verið en dómarinn hefur lokaorðið og hans er að meta alvarleikann. (dæmdi sjálfur í mörg ár). Brot þarf að vera mjög alvarlegt til að rautt spjald sé gefið án þess að gult hafi verið gefið áður. En þið í hulduheimum hafið vonandi tekið eftir öllu hinu sem ég skrifaði í fyrra svari til ykkar. 

Haraldur Bjarnason, 9.6.2008 kl. 21:59

10 identicon

Bæði rauðu kortin á Stefán voru rétt að mínu mati. Gulu spjöldin í Keflavík voru bæði fyrir hættulegar tæklingar. Og rauða spjaldið í Kópavogi var fyrir að stíga viljandi ofan á liggjandi leikmanninn. Stefán mun sjálfsagt seint viðurkenna að það hafi verið viljaverk, það sama og með Bjarna þegar hann skoraði markið fræga á móti Keflavík í fyrra.   Vonandi hættir Stefán bara að spila fótbolta með skaganum eins og hann hefur hótað að gera.

Gauji Þórðar (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Æi nafnlausa grey, sem þorir ekki annað. Þér er ekki viðbjargandi, fullur af hatri og heift og sérð engin önnur ráð til að ná þér niður á Skagamönnum en saka þá um hrottaskap. Ekki hefur það gengið að beita knattspyrnukunnáttu gegn Skagamönnum hingað til. Settu svo í þig rögg og hættu að fela þig á bak við nafnleysi, það er jafn lítilmannlegt og textinn hjá þér hér fyrir ofan.

Haraldur Bjarnason, 10.6.2008 kl. 13:50

12 identicon

Skagamenn eru hættir að koma manni á óvart

Nú eru það þjálfari og leikmaður sem eru dæmdir í löng keppnisbönn. Ekki er þetta þó margumtalaður Lecter þjálfari karlaliðsins og Stebbi traðkari hans. Nei þetta er kvennaþjálfari sem var að svindla með því að láta gamla stúlku leika með unglingaliði

Svo er nú Lecterinn sjálfur að leita að útgönguleið frá skaganum, lætur leka það út til fjölmiðla að einhverjir skoskir klúbbar séu með áhuga á honum. Þetta hefur nú allt heyrst áður þannig að það hlýtur að vera stutt í sögulok hjá honum á skaganum

Gauji Þórðar (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband