Brenglað verðmætamat
28.5.2008 | 18:11
Það er í raun grátlegt að lesa þessa frétt um að ríkið hafni 20.000 króna launahækkun til handa hjúkrunarfæðingum rétt eftir að hafa lesið frétt um ofurlaun yfirmanna í bönkum. Ríkið (við) hefur alveg efni á því að borga hjúkrunarfræðingum mun hærri laun en þeir fá í dag. Þessi hækkun myndi þýða að hjúkrunarfræðingar hefðu 260.000 til 280.000 í laun á mánuði. Það er aðeins brotabrot af því sem ofurlaunamennirnir hafa. Það þýðir ekkert að segja að þeir séu launamenn í hlutafélögum á "frjálsum" markaði. Það erum við sem erum að borga þeim öllum launin, jafnt bankamönnunum sem hjúkrunarfræðingunum. Okurstarfsemi bankanna undanfarna áratugi (sem menn voru dæmdir fyrir áður fyrr) er kostuð af almenningi. - Þeir benda á starfsemi í útlöndum. Þar hafa þeir ekki lánskjaravísitöluna til að vernda sig. - Nei hjúkrunarfræðingar eiga skilin góð laun og það miklu hærri en þeir fara fram á. Ef hægt er að leggja störf á vogarskálar, þá eru hjúkrunarfræðingar margfalt verðmætari en bankastjórnendur. - Verðmætamatið í þessu þjóðfélagi er verulega brenglað.
Ríkið hafnaði gagntilboði hjúkrunarfræðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins einhver sem kann að meta starf hjúkrunarfræðinga.
rósa (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:59
Rosalega er ég sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 28.5.2008 kl. 20:40
Hjartanlega sammála.....það virðist einhvernveginn meira metið að vinna með fjármagn milli handanna heldur en að vinna með líf fólks í höndunum.
Já það er brenglað verðmætamat og kannski þess vegna sem þjóðfélagið er eins og það er í dag.
Kolbrún (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.