Hann er steinrunninn karlinn

Maður vissi nú að Björn Bjarnason væri íhaldssamur og fastur í kalda stríðinu en að hann væri svona gjörsamlega steinrunninn eins og kemur fram í þessari frétt, ekki gat ég haft imyndunarafl til að sjá það. Hann segir ekki ástæðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að ESB nema ákveðið hafi verið að sækja um aðild. - Það var einmitt það! Hvort kemur nú á undan eggið eða hænan? um það hefur oft verið spurt. En er nú ekki rétt að kynna málið vel og kanna hug þjóðarinnar áður en einhver ákvörðun er tekin? - Annað er einræði.

Hann segist þeirrar skoðunar að umræða um gjaldmiðilinn hafi skapað of mikla spennu. - Á sem sagt ekki að ræða nein óþægileg mál? - Sennilega best að taka bara einræðislegar ákvarðanir. Hugur þessa manns er einhversstaðar langt aftur í öldum. - Hann vill greinilega stjórna með heraga og einræði, vopna lögregluna og óupplýstur lýðurinn á ekki að skipta sér af. 


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Held að draumurinn sé Bjössi Kóngur á Bessastöðum í liðskönnun á hernum

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 09:08

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

"...umræðan hefur skaða flokkinnn..." segir Vilhjálmur Þ. 

Verk og athafnir kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksin má ekki gagnrýna, - það er bein árás á flokkinn.   Að vinna eitthvað inn í framtíðina gengur illa upp hjá íhaldinu, engu má breyta nema það henti flokksgæðingum að fá fyrirtæki og verkefni á silfurfati í nafni hagræðingar og frjálsra samkeppni.

Benedikt V. Warén, 16.5.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er mikið til í þessu hjá þér Haraldur. Gleymum því aldrei að það er glás af fólki sem að kýs þetta yfir okkur.

Það hljóta að vera miklar innherjadeilur í Sjálfstæðisflokknum því annars eru félagsmenn heilalausir og hugsa ekki heila hugsun til enda. Það virðist allt ganga út á að ná völdum.

Verið þið viss, það er búi að lofa syni Matthíasar Jóhanessen miklum völdum. Það er verið að móta jarðveginn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.5.2008 kl. 11:43

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þjóðin er of heimsk til að meiga hafa skoðanir....nema rétt fyrir kosnignar

Hólmdís Hjartardóttir, 16.5.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mikið satt Haraldur, hann er alger forngripur karlinn, það er stórmagnað hvað margt Sjálfstæðisfólk sér ekki sólina fyrir honum...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.5.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er ekki eins og ætlunin sé með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að samþykkja inngngu í ESB. Nei það á bara að kanna hug þjóðarinnar til þess hvort fara eigi í samningaviðræður. Annað var það nú ekki. Auk þess lagði Þorgerður Katrín til að þetta yrði gert eftir næstu kosningar (2 ár í þær), þannig að karlinn virðist ekki fylgjast með heldur. Svo er nú þessi steypa um umræðurnar um krónuna alveg fáránleg hjá honum. Á tímum Rómverja voru boðberar slæmra tíðinda stundum hengdir. - Bangsi karlinn er í sama gírnum. 

Haraldur Bjarnason, 16.5.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband