11. maí vetrarvertíðarlok

Mitt i einhverjum flensuskratta sem er að hrjá mig núna uppgötva ég að það er 11. maí. Lokadagur vetrarvertíðar. Þetta var alltaf merkilegur dagur heima á Skaganum. Þá tóku allir upp þorskanetin og vertíðin var gerð upp. Við strákarnir spáðum í hvaða bátur hefði orðið hæstur á vertíðinni og þetta var eiginlega forsmekkurinn að fótboltavertíðinni sem kom í kjölfarið. Karlarnir skvettu í sig og það var fjör á Akranesi þetta kvöld, svoldið slegist kannski en allt gert upp í góðu í lokin

Ég horfi á veðurkortið núna og það er bara tóm hamingja í veðrinu framundan. Eftir mánuð fer ég á æskustöðvarnar á Skaganum og tek upp fyrri iðju, blaðamennsku, gaman að reyna það eftir rúmlega 20 ára hlé. - Læt svo fylgja með mynd af pabba um borð í Önnunni ásamt skipsfélögum. Hann er annar frá hægri í miðröð. Myndina tók Örn Hjörleifsson sem þá var stýrimaður á Önnu SI-117, sem gerð var út á vetrarvertíðum frá Akranesi og skipstjóri var Þórður Guðjónsson sem er í  brúarglugganum.IMG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessum tíma man ég vel eftir. Við enduðum á því þann 11. að láta bátinn standa á fjörunni og skrúbba botninn, eftir að hafa greitt niður öll netin uppá túnum fyrir netamanninn. Að þessu loknu var hægt að fá sér í glas. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.5.2008 kl. 21:15

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einar, það er nú bara meiningin að fara í 2-3 mánuði en maður veit aldrei hvað verður svo. Skaginn hefur að vísu breyst mikið á þessum 22 árum sem ég hef ekki búið þar en ég held ég viti nokkuð að hverju ég geng. Það er hins vegar ekki hlaupið að því að fá leiguhúsnæði þarna, svo þetta er allt komið í biðstöðu aftur. Svo heyrði ég vitölin við Gísla bæjarstjóra í gær og þar sagði hann ekkert vandamál með húsnæði, svo þessar árangurslausu auglýsingar og fyrirspurnir frá mér um húsnæði eru kannski vitleysa.

Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband