Til hamingju Lára Hanna! - Þú ert að ná athygli

Já Lára Hanna í viðtali hjá Mogganum. Hún á sko heldur betur skilið viðtal. Það vitum við sem lesum daglega bloggsíðu hennar. Ég er viss um að enginn fyrirfinnst sem leggur eins mikla vinnu í þann texta sem skrifaður er hér á bloggsíðum mbl. Hún Lára Hanna er búin að skrifa svo margar og fræðandi greinar um þetta hugðarefni sitt að undanförnu að fjölmargir hafa hrifist með. Ég er líka viss um að allir geti verið sammála um það að hún vandi til verka, hvort sem þeir eru fylgjandi eða andvígir þessum virkjunarframkvæmdum. Í það minnsta skil ég nú heilmikið um hvað kemur til með gerast þarna eftir að hafa viðað að mér fróðleik Láru Hönnu og annarra sem vitnað er til á bloggsíðunni.

Það er ánægjulegt að Lára Hanna skuli nú hafa náð athygli Morgunblaðsins og vonandi að aðrir fjölmiðlar fylgi í kjölfarið. Í framhaldinu ættu svo stjórnvöld að hlusta á þessa rödd manneskju sem talar af skynsemi, þekkingu og tilfinningu fyrir landinu. - TIL HAMINGJU LÁRA HANNA!!!!

 


mbl.is Berst gegn Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir

Hólmdís Hjartardóttir, 10.5.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kærar þakkir fyrir góðar óskir, Haraldur. Þú kíkir í Moggann á morgun - og sendir kannski inn athugasemd til Sveitarfélagsins Ölfuss. Það geta allir gert, hvar sem þeir búa á landinu!

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband