Tenglar
Mínir tenglar
Vefmiðlar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
- Ágúst 2015
- Febrúar 2014
- Nóvember 2012
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
348 dagar til jóla
Ætli Hafró viti af þessu?
9.5.2008 | 20:00
Það er svo sem varla orðið fréttnæmt þótt mokveiði sé nánast allt í kringum landið. Þessar fréttir af afla úti fyrir Norð-Austanverðu landinu bæta bara um betur. Allt er þetta á skjön við það sem okkur er sagt um fjölda fiska í sjónum. - 21 tonn á 50 bjóð. - Það hefði nú einhverntíma þótt gott. - Þetta er mok. - Að draga svona mikinn feng á linu segir okkur líka mikið meira en að fá þetta í troll eða net. Eflaust er þetta fiskur sem synt hefur framhjá öllum reiknilíkönum. - Hann á ekki að vera til. - Ég spyr bara einu sinni enn: Ætli Hafró viti af þessu?
Mokveiði í Öxarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- huld
- hugs
- omarragnarsson
- sailor
- kristinnp
- esgesg
- iceberg
- fiski
- hallormur
- gretarro
- amman
- saxi
- omarbjarki
- joninaros
- jonhalldor
- heg
- larahanna
- bjorng
- guttihannesar
- hva
- ronnihauks
- bergen
- kreppan
- valgeirskagfjord
- sigurjonth
- gudrunkatrin
- johanneliasson
- gudrunvala
- rognvaldurthor
- lehamzdr
- vga
- loftslag
- einarorneinars
- hallurmagg
- hafstein
- skari60
- hlynurh
- pelli
- sigurbjorns
- liljabolla
- jonkjartansson
- adalsteinnjonsson
- maggatrausta
- utvarpsaga
- rannveigh
- annaragna
- neistinn
- siggi-hrellir
- hronnrik
- gullilitli
- gudruntora
- magnusg
- jaxlinn
- esv
- holmarinn
- gretaulfs
- bofs
- ziggi
- hehau
- jonsnae
- lella
- hildurhelgas
- sisvet
- flottari
- lucas
- jonerr
- eirag
- jodisskula
- hosmagi
- himmalingur
- jakobk
- jensgud
- maggij
- skrifa
- nytthugarfar
- neytendatalsmadur
- ornsh
- gudni-is
- grj
- tp
- hallimagg
- valli57
- lubbiklettaskald
- doddinn
- gotusmidjan
- hillacool
- hreinsamviska
- hofyan
- brandarar
- vefritid
- ace
- jea
- morgunbladid
- lexkg
- formosus
- seinars
- fjardabyggd
- gattin
- magnusthor
- trukkalessan
- trj
Athugasemdir
Haraldur, veit ekki betur en sérfræðingar hafró viti um allt sem syndir í okkar sjó, allavega er það þeirra álit, en berist þeim fréttin og þetta er af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekkkki í líkaninu getum við treyst því að þeir eru að sleppa núna !!!!!
Snorri Gestsson, 9.5.2008 kl. 20:35
Já þetta er góð veiði allt í kringum landið, en ráðherra talar bara út og suður, Guðmundur Einarsson ÍS 155 kom með 17.049 að landi 26.3.2007 og held ég að það hafi verið á 36 bala eins og hann rær yfirleitt með.
Hallgrímur Óli Helgason, 9.5.2008 kl. 20:39
Þarna sjáið þið. - Líklega hefur allur þessi fiskur synt framhjá reiknilíkönum Hafró. - Þetta er að gerast allt í kringum landið og það hringlar í ráðamönnum og fræðingunum, sem eru þeirra ráðgjafar. - Engin ný tíðindi en hvers vegna er ekki tekið mark á þessu?
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 21:11
vegna þess að það á að svelta þjóðina inn í evrópusambandið af peninga mönnum og gróðafýklum.
bjarni pm (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 21:25
En Bjarni þetta nær lengra aftur en allt tal um ESB. - Það hefur ekki verið tekið mark á neinu, sem snertir lífríkið í sjónum eða því sem sjómenn segja. Bara horft á reiknilíkön Hafró í áratugi. - Niðurstaðan er sú að ekkert má veiða en nóg er af fiski. - Getur ekki verið að eitthvað annað ráði þarna ferðinni?
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 21:29
Bara svar við spurningu þinni kl. 21:29. Jú, það er miðstýring sem ræður ferðinni og sú stýring hefur aldrei reynst góð fyrir aðra en þá sem sitja á "miðjunni".,
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 22:35
Sigrún. - Auðvitað er þetta miðstýring en hverjir eru í miðjunni? - Getur verið að þetta hafi eitthvað með eignamyndun að gera hjá vissum einstaklingum? - Hverjir eiga fiskinn í sjónum? - Hvers vegna er ekki hagstætt að fiskunum í sjónum fjölgi? - Þetta eru spurningar sem men vilja ekki svara. - Svo erum við mærð út úm allan heim fyrir sjálfbæra þróun og verndun fiskistofna. - Málið er það að allt þetta getur gengið að fiskistofnunum dauðum fyrir rest.
Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 22:45
Fiskveiðistjórnun á Íslandi er stjarnfræðilegt rugl.
Víðir Benediktsson, 9.5.2008 kl. 23:42
Allir sem hafa fiskveiðar að atvinnu vilja fá að fiska meira, það er hinsvegar ekki alltaf auðvelt að vera í sífelldu karpi við þá sem ráða, þegar þeirra rök (sem ráða), eru alltaf eða oftast nær þau sömu, þ.e. þetta er bara græðgi í ykkur og þið berið ekki skynbragð á náttúruna, vitið ekki hvað fram fer í hafinu eins og við.
Hvort stýringin er gerð til að kæfa þá litlu er langsótt, gæti hugsanlega átt sér stað, en hver þolir endalausan niðurskurð? þetta kemur öllum á vonarvöl að lokum. Ofstjórnun í fiskveiðum eða óstjórn er ekki lengur brosleg, heldur grátleg.
Svo koma málsmetandi menn í fjolmiðla og segja sjávarafurðir eru komnar undir álið í vöruútflutningi en gleyma að minnast á hvað væri ef við værum í normal veiðum ca:350 þús. tonnum af þorski.
Snorri Gestsson, 9.5.2008 kl. 23:45
Skrítið hvað sjáfarútvegsráðherrarnir okkar hafa verið tengdir sjáfarútvegsfyrirtækjum og afkomu þeirra í gegnum tíðina. Á húsmæðramáli myndi þetta vera kallað að "baka kökuna og étana sjálfur"!
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:48
sumir hefðu kannski þurft að komast fyrr í stólinn
Snorri Gestsson, 10.5.2008 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.