Fjöldi farþega jókst......klúður

Af hverju þarf alltaf þessar málalengingar og afbökun í einföldum textaskrifum? Í þessari frétt er gott dæmi um þetta klúður: "Fjöldi farþega í flugi Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum jókst um 27% fyrstu fjóra mánuði ársins 2008 miðað við sama tímabil á fyrra ári." - Væri ekki betra að segja: Farþegum Flugfélags Íslands til og frá Vestmannaeyjum fjölgaði um 27%....

Svo er þessi árátta að nota alltaf um er að ræða eins og gert er síðar í textanum. Algjörlega óþarft. Annars er bara gott að fleiri fljúgi milli lands og eyja. Það tryggir vonandi áframhaldandi áætlunarflug.

 


mbl.is Farþegum FÍ til og frá Eyjum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fréttin er svo stutt, þeir hafa líklega verið að reyna að lengja hana aðeins

Andrir (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta er náttúrulega bara rugl. Minnir mig á bóndann sem fyrir vöntunarleysi og vanefnaskort að hann klauf tvær spýtur í eina.

Víðir Benediktsson, 5.5.2008 kl. 17:15

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Já Víðir, þetta er kannski skortur á skipulagsleysi

Haraldur Bjarnason, 5.5.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband