Svona hefur nú heyrst áður

Einhvern veginn finnst manni að svona nokkuð hafi heyrst áður. Þrátt fyrir fullt af símafyrirtækjum og endalausa samruna þá virðist nú óttalega lítið gerast til lækkunar á verði. Oftast eru þessi gylliboð nú háð einhverju og þýða um leið hækkun á einhverju öðru, t.d. hringingum á milli símafyrirtækja. Þetta er orðið hið versta mál þegar vinir og ættingjar eru orðnir "misdýrir" vilji maður vera í sambandi við þá. Það var jú eitthvað til sem hét Tal einu sinni. - Fer þetta kannski allt í hringi á þessum símamarkaði?
mbl.is Boða 20-30% lækkun fjarskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Trúlega er skynsamlegast að bíða að leikslokum.

Þetta var líka svona með bensínið. Atlandsolía ætlaði að lækka bensínið alveg heilan helling, svo er það ekki nema ein króna. Það þykir nú ekki mikið, eða hvað ?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 4.5.2008 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er einfaldlega ein af birtingarmyndum yfirvofandi samdráttar og hefur ekkert með gæsku gagnvart kúnnunum að gera

Sigrún Jónsdóttir, 4.5.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Eigum við ekki heldur að spyrja að leiksslokum Guðrún .

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 5.5.2008 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband