Rafbyssur handa löggunni: STUÐ!!! STUÐ!!! STUÐ!!!

Rafstuðsbyssur eru einmit það sem lögregluna vantar núna. Það er álit þeirra sjálfra og kemur fram í ályktun landsþings lögreglumanna. Þetta eru vopn sem misjafnar sögur fara af og virðast geta verið stórhættuleg. Ef svo fer að lögreglunni verður að ósk sinni má fastlega reikna með að á landsþinginu að ári verði krafan um að fá skammbyssur til að ganga með daglega.

Rafbyssurnar telur lögguþingið minnka líkur á slysum lögregluþjóna. - Líklegt verður þó að telja að ef lögreglan vopnast þá vopnist andstæðingarnir líka. Þeir geri sig klára til að svara á sama hátt.

Lögreglan hefur sýnt að hún ræður ekki almennilega við þau vopn sem hún nú þegar hefur; kylfurnar og spraybrúsanna. Meirihluti þjóðarinnar telur hana hafa gengið of hart fram þegar hún beitti spraybrúsunum á dögunum gegn fólki við Rauðavatn. Þetta sýnir ný skoðanakönnun. Nei það getur varla verið skynsamlegt að vopna þá enn meir. Frekar væri að taka til endurskoðunar námsskrána í Lögregluskólanum og kanna hvort ekki er hægt færa áherslurnar þar eitthvað frá ofbeldishugsunum yfir á mannlegar nótur. - Það hlýtur að vera eitthvað bogið vð námsskrána þar fyrst hugsun hópsins er á þann veg að leysa beri vandamál með ofbeldi. - Næsta viðvörun verður kannski: STUÐ!!! - STUÐ!!! - STUÐ!!!


mbl.is Allir lögreglumenn fái rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Þessi hugmynd hjá lögreglunni er afleit, ég var að skrifa um þessa frétt líka.

Sævar Einarsson, 2.5.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nei takk,engar rafbyssur.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.5.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tölvuleikjakynslóðin er að ná yfirhöndinni í lögreglunni!

Sigrún Jónsdóttir, 2.5.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: SeeingRed

Mér líst afleitlega á þetta, alltof mikið af steikum í íslensku lögreglunni til að láta almenna lögregluÞJÓNA með mislitla reynslu fá skaðræðisvopn.

Í fréttum töluðu Grani og co alltaf um "varnarúða", allir sem voru á svæðinu eða horfðu á fréttir af frumhlaupinu sáu að spreyið var notað eingöngu til árásar, nokkrum sinnum afar laumulegra árása meira að segja úr skjóli að baki skjaldborgarinni...var ömurlegt að horfa uppá og aðalega kjaftforir skólakrakka sem fyrir urðu, varla stórhættulegt lið myndi maður halda né vörubílstjórarnir, það er sama hvernig horft er á málið, það var engin ógn og skelfing í gangi og lögerglan drullaði langt uppá hnakka.

SeeingRed, 3.5.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband