Setjum peningana í eigið öryggi - Gleymum öryggisráði SÞ
30.4.2008 | 10:02
Þá er það á hreinu. Langlundargeð starfsfólks í heilbrigðisþjónustu er á þrotum. Sama í hvaða grein starfseminnar það er. Nú er kominn tími fyrir heilbrigðisráðherra og hans lið að átta sig á að allt þetta snýst um fólk, bæði starfsfólk og sjúklinga. Sjúkrahús er ekki bara hús. Það er ekki nóg að teikna hátæknisjúkrahús og áforma byggingar. Það er starfsfólkið sem stendur undir þjónustunni og því þarf að sinna og tala við það. Ekki sýna því hroka og vanvirðingu. Látið nú endanlega af þessum ohf- og einkavæðingadraumum ykkar. Standið vörð um gott heilbrigðiskerfi og hlustið á fólkið sem starfar þar.
Ef til eru peningar til að eyða í flottræfilshátt eins og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þá eru til peningar til að tryggja okkar eigið öryggi. Það er fólgið í öflugu heilbrigðiskerfi. Þar er okkar öryggisráð.
Geislafræðingar hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hittir naglann á höfuðið þarna..
jss (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.