Hroki og vanvirðing

Óttalega er þetta eitthvað klént að lesa það sem haft er eftir settum forstjóra Landspítalans. Að segja það, að rétt hafi verið fram sáttarhönd í gær og að stjórnendur spítalans hefðu gjarnan viljað verða við áskorunum hjúkrunarfræðinga um meira samráð.

Hvað kom eiginlega í veg fyrir meira samráð? Aðdragandinn að þessum uppsögnum var nægur. Af hverju var tíminn ekki nýttur? Ráða stjórnendur spítalans ekki ferðinni? Eru einhverjir þeim æðri að kippa í spotta? Heilbrigðisráðherra segir málið grafalvarlegt. Það hefur þó ekki verið alvarlegra en svo að hann lét þetta fara svona.

Það má vel vera að uppfylla þurfi Evrópusambandssamþykktir. Þá þarf að gera það í samvinnu við starfsfólk og taka tillit til þess. Það er ekki nóg að taka bara upp það sem Evrópusambandið krefst varðandi vinnutíma. Því þarf líka að fylgja sambærilegur pakki í launum og aðbúnaði. Allt þetta þarf að gerast í samvinnu. - Það er engin sáttarhönd rétt með því að fresta einhliða aðgerðum. - Það er bara hroki og vanvirðing.


mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þetta er alvarleg staða sem upp er komin og spurning hvað gerist í framhaldinu. Ég held að Guðlaugur Þór sé að undirbúa einkavæingu og ætli að láta einhvern vin sinn um forstjórastólinn.

Þegar allt er komið í vandræði kemur hann með einkavæðinguna. Ég trúi öllu á þessa ríkisstjórn og þó við kjósum aftur kýs fólk það sama, því þeir sem kjósa sjálfstæðisflokkinn hefa ekket vit á pólitík

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 30.4.2008 kl. 00:20

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það hefur víst ekkert verið  talað við hjúkrunarfræðingana yfir höfuð!!!  Útrétt sáttahönd.......

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi sáttarhönd var nú eitthvað löskuð Hólmdís eða jafnvel brotin. Líklega veitir ekki af hjúkku itl að búa um þá hönd.

Haraldur Bjarnason, 30.4.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband