Enginn ökumaður þegar bíll valt
29.4.2008 | 12:58
Bíll valt á Fjarðarheiði í morgun. Slæm frétt en því miður alltaf von á slíkum fréttum af himinháum fjallvegum ef eitthvað kólnar í veðri.
Það sem vekur hins vegar athygli mína í þessari stuttu frétt er málfarið og ónákvæmnin. Hún er nokkuð gott dæmi um orðagjálfrið og þau óvönduðu vinnubrögð sem því miður er of algengt að sjá í fjölmiðlum. Bílvelta varð = Bíll valt. - Þrír farþegar voru í bílnum og virðist sem þeir hafi sloppið ómeiddir. Einhver hlýtur að hafa ekið. Slasaðist hann? Er ekki ljóst hvort hinir meiddust? - Mikið hefur verið um snjókomu á svæðinu - Annað hvort snjóar eða ekki og á hvaða svæði? hver eru mörk þessa svæðis? Manni dettur í hug setningin: mikið hefur verið um ferðamenn á svæðinu. - Bifreiðin telst mikið skemmd - skemmdist bíllinn eða ekki? hvað er að teljast mikið skemmd? - Svo er ágætt að ákveða hvort orðið eigi að nota bíll eða bifreið. Ekki nota bæði orðin samtímis.
Sem sagt: Enginn meiddist þegar bíll valt í snjókomu og hálku á Fjarðarheiði í morgun. Að sögn lögreglu skemmdist bíllinn mikið. - Svo einfalt er það.
Bílvelta varð á Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er bílstjórinn ekki líka farþegi í bílnum þótt hann sé að keyra?
Leifur Láka (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:40
Það er þá nýr skilningur á farþega orðinu. Orðið kemur af því að þiggja far.
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 14:44
Já hreppstjóri sæll, það hafa sko margir sjálfstýrðir bílar farið yfir þennan hól.
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 15:52
Já Halli það er oft ótrúlegt að hlusta á fréttamenn, og lesa eftir þá, hef nú stundum fengið skondnar spurningar þegar þeir hafa hringt, og verið að spyrja um aflabrögð, man sérstaklega eftir einni sjónvarpskonu sem hringdi þegar við vorum á loðnu, hún kynnti sig og sagði svo um hvað á ég að spyrja þig, man bara að út úr þessu kom bara ágætis frétt hjá stúlkunni.
Grétar Rögnvarsson, 29.4.2008 kl. 16:47
Já félagar. Þekking á málefnum er eitt og framsetning frétta annað. Oft hefur maður orðið vitni að furðulegum fréttum vegna vanþekkingar viðkomandi frétta- eða blaðamanns. Tek undir með þér Siggi að þetta er virðingarvert hjá stelpunni, sem leitaði ráða hjá Grétari, enda kemur fram hjá honum að ágætis frétt hafi komið út úr þessu. Þetta stafar nú oft af fámenni á fjölmiðlum og að ekki eru nógu margir "sérfræðingar" við störf. Breiddin íhópnum er líka að minnka eftir að fleiri og fleiri sérmenntaðir fjölmiðlafræðingar koma til starfa. Það er oft á tíðum fólk sem hefur aldrei komist í tengsl við annað í atvinnulífinu. - Hitt er annað að fjölmiðlar þurfa líka að gera meiri kröfur um íslenskukunnáttu og málþekkingu. Þar er mikil afturför.
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 17:33
þetta hlýtur að vera skortur íslenskukunnáttuleysi! þannig hefði Bibba á Brávallagötunni ordad það...
Gulli litli, 29.4.2008 kl. 23:37
Góður Gulli
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.