Athyglisvert hjá Jóni fyrrverandi í einu og öðru

Það er athyglisvert sem Jón Sigurðsson, fyrrverandi í einu og öðru, meðal annars í Seðlabankanum, bendir þarna á um þrennskonar gjaldmiðla sem hér á landi séu ráðandi. Engu er líkara en þetta sé nokkuð sem núverandi Seðlabankastjórar hafi ekki áttað sig á eða vilji ekki viðurkenna, hvað þá forsætisráðherra og hans meðreiðarfólk í ríkisstjórn. Telja sig eflaust vera að halda í einhver ímynduð völd að öllu óbreyttu.

Jón telur tímabært að sækja um ESB-aðild og bendir á að slík aðild geti orðið hagstæð fyrir landbúnaðinn en erfiðir samningar vegna sjávarútvegs. Er nokkur ástæða til að hræðast viðræður um ESB-aðild? Þær ættu þá bara að leiða í ljós hvort við erum í raun að fórna einhverju. Sjálfstæðið í sjávarútvegsmálum er það sem helst hefur staðið í fólki. Það má líka spyrja sig í hverju það sjálfstæði sé fólgið í dag. Sjávarafurðir vega enn mikið í öflun þjóðartekna, þótt hlutur þeirra hafi farið minnkandi en viðræður um ESB-aðild ættu þá hreinlega að leiða í ljós hvort við þurfum í raun að fórna einhverju á því sviði. Ekki verður annað séð en allt hitt hjá ESB komi okkur til góða. Við erum hvort sem er búin að lögleiða flestar tilskipanirnar og höfum þar kokgleypt ýmsa mis gáfulega hluti. 

Nei förum strax í viðræður um ESB-aðild og sjáum til hvers það leiðir. Tíma ráðamanna er örugglega betur varið í það heldur en ruglið með öryggisráðið.


mbl.is Tímabært að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er alla vega athugandi að sjá hvað viðræðu um ESB myndu gera.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.4.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sammála!

Sigrún Jónsdóttir, 29.4.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Skil ekki hvers vegna ekki má þreifa fyrir sér. Það er þó alltaf hægt að hætta við ef þetta lítur ekki vel út. Það er í lagi aðvera þver þegar það á við en ég sé engin rök fyrir þessari þvermóðsku sem einkennir Sjálfsstæðisflokkinn þessa dagana. Við verðum að fá svar við svo mörgu.

Víðir Benediktsson, 29.4.2008 kl. 10:20

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Geir ræðir við hvern þjóðarleiðtogann í Evrópu á fætur öðrum núna. Tekur svo skýrt frá að ESB sé ekki til umræðu. Þetta segir hann þrátt fyrir að annað sé að berast út af fundum hans. Það er þá bara "leiðrétt" eftir á. - Þetta er orðinn óttalegur farsi þessi feluleikur í kring um ESB. Auðvitað á bara að ræða málin og skoða alla fleti. Það nær þá ekkert lengra en að ganga ekki í þetta batterí.

Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 10:24

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað eigum við að skoða aðild.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.4.2008 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband