Kannaðu fleiri siglingaleiðir Kristján

Það hlýtur að vera athugandi fyrir samgönguráðherra að skoða fleiri siglingaleiðir við landið en yfir Breiðafjörð. - Hvað með strandsiglingar? - Hvers vegna eru þær ekki fýsilegar hjá eyþjóð eins og okkur. Með þeim mætti létta verulega á vegakerfi, sem engan veginn ber alla þá þungaflutninga sem um það fara. - Stór hluti þeirra flutninga sem um þjóðvegi fara þolir alveg lengri tíma en einn dag. - Þá þarf kannski ekki að ströggla eins mikið við ESB um þjóðvegaumfeðarreglur. - Hvað með losunarkvótann. Það verður alla vega minni mengun á hverja flutningseiningu með sjóflutningum en landflutningum.

Það er allt til að vinna að koma sjóflutningum til vegs og virðingar að nýju. Bara leita ástæðna fyrir því að stóru flutningafyrirtækjunum þykir þetta ekki fýsilegt lengur. Þau voru jú stofnuð til sjóflutninga.


mbl.is Siglingar endurskoðaðar í ljósi ástands vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa keyrt nokkrum sinnum norður til Akureyrar í vetur þá get ég ekki betur séð að vegurinn þangað sé ónýtur á stórum köflum, djúpar holur, lausir malbiksbútar og lægðir í vegina þannig að það er eins og maður sé í rússibana, hverju ætli það sé að kenna?! Strandsiglingar eru klárlega málið þar sem landflutningarnir eru að eyðileggja vegina.

Gestur (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Jón Finnbogason

Vöruflutningar með Strandsiglingum myndu einfalda svo margt.

En þar sem mest öll uppbygging á vöruhúsum verslunar- og þjónustuaðila hafa byggst upp undanfarin ár í kringum landflutninga á flutningabílum verður erfitt að fá hagsmunaaðila til að styðja þetta. Einfaldlega of dýrt fyrir þá. 

Svo ef landflutningarnir borga ekki við viðhaldið á þjóðveginum, mun þetta aldrei breytast. 

Jón Finnbogason, 28.4.2008 kl. 09:38

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jón Uppbygging vöruhúsa og því um líkt ætti ekki að breyta neinu. Þau eru nú þegar á öllum helstu flutningahöfnunum í landshlutunum. Það myndi létt miklu að flytja til dæmis sjóleiðina til Ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar. Dreifa síðan vörum þangað til næstu staða. ég held að strandflutningar að nýju myndu spara þjóðarbúinu mikla peninga. En það er rétt að stóru flutningafyrirtækin verða að sjá sér hag í þeim umfram landflutninga. Þar er vandinn sem Möllerinn þarf að skoða og skapa aðstæður til að gera þetta áhugavert að nýju. 

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 09:53

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...úbbs!.... dreifa vörum þaðan....þó svo vörur fari þangað líka.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 09:54

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

það hefur sýnt sig að sjóflutningar taka of langan tíma.  Neytandinn getur fengið vöruna samdægur flestum tilfellum en það getur tekið allt að 10 dögum með sjóflutningum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 28.4.2008 kl. 10:09

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gunnar. Það er svo margt verið að flytja annað um vegi landsins en daglegar neysluvörur. Hvernig höfum við þolinmæði til að bíða eftir vörum sem koma sjóleiðina frá öðrum löndum? - Þetta er bara spurning um smá skipulag. Flytja það á landi og með flugi sem þolir enga biða en annað sjóleiðina.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 10:21

7 identicon

Sæll Haraldur

 Það má víst líka benda á hvernig okkar þjóðfélag hefur þróast. Hlutfall landsmanna í hafnarbyggðum vs vegabyggðum hefur lækkað mikið. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að breytingar á vöruflutningum hafi átt sér stað.

Einnig benti forstjóri Eimskipa á þegar ákveðið var að leggja af strandflutningar að það hafi verið gert vegna hagræðingar. Ekki veit ég hver sú hagræðing er, en þetta voru orð forstjórans.

Hins vegar eru strandsiglingar við lýði hér á Íslandi. Fyrirtækið Dregg gerir út flutningaskipið Axel, sem siglir til íslands frá útlöndum og kemur við til dæmis á Akureyri, Ísafirði og fleiri stöðum.

 Þar á bæ sjá menn tækifæri í strandsiglingum.

Ég hugsa samt að flutningafyrirtækin sjái hagræðingu í krafti stærðarhagkvæmninar, þar sem það er betra að einbeita sér að einhverju einu og byggja það almennilega upp, eins og til dæmis landflutninga. Ef fyrirtækin eru með hálfkák á báðum vígstöðum (landflutningum og sjóflutningum þá eru þau ekki að ná fram þeirri nýtni sem þau vilja á sínum tækjum.

Fyrirtæki hugsa eingöngu um sinni eigin gróða og það er þeirra hlutverk. Þeirra hlutverk er ekki að veita samfélagslega þjónustu og því fara þau alltaf þá leið sem hentar þeim best. Sú leið sem hentar þeim best er iðulega sú sem er hagkvæmust. 

Sigmar Bóndi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 17:04

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hárrét Sigmar bóndi. Flutningafyrirtæki fara ekki í sjóflutninga aftur nema hafa hag af því. Það er líka ljóst að sjóflutningar verða ekki á hverja höfn. Eingöngu nokkrar lykilhafnir og landflutningar þaðan til smærri byggða. Strax við það myndi draga verulega úr álagi á vegina. Jú jú Axel siglir til Evrópu, aðallega með fisk. En við erum að tala um að létta af vegunum og taka eitthvað af flutningunum af þeim. Til þess að svo verði þarf ráðherra að láta skoða hvernig er hægt að gera strandsiglingar samkeppnisfærar. Eitthvað við kostnaðinn varð til þess að Eimskip og Samskip færðu sig á vegina. Þau horfa bara til tekna af þessu en ekki þess hver þjóðarhagur er. Þessi fyrirtæki eru náttúrlega með sjóflutninga milli landa í dag og landflutninga í framhaldi af þeim.

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband