Ekki keyra þeir trukkana burt blindir af sprayúða

Jæja, þá kom að því . Nú fékk lögguherinn aldeilis verðugt vekefni og getur beitt öllum tiltækum vopnum. Úðað spreyi og hvað eina. Spurning hvort einhver hlýtur skaða af en fastlega má þó reikna með því. Táragasið, eða hvað sem þeir nota getur nú ekki verið hollt í augu manna og varla keyra bílstjórarnir trukkana á burtu staurblindir.

Annars er ég viss um að þeim leiðist ekki núna víkingasveitargæjunum. Þetta er það sem þeir eru þjálfaðir upp í og bíða spenntir eftir. Það verður hins vegar að segja lögreglunni til hróss að fram að þessu hefur verið tekið á þessum mótmælum af skynsemi. Deilumál verða aldrei leyst með ofbeldi og skiptir þá engu hvert upphaf deilnanna er. Við skulum þó vona hið besta og að enginn slasist en öruggt má telja að þetta sem gerðist núna verður ekki til að lægja öldurnar.


mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Aðalgeir Óskarsson

Er nokkur munur á Íslandi og Kína,mér skilst að íslensk stjórnvöld líti á öll mótmæli sem hryðjuverk.Hvenær koma bryndrekarnir?

Óskar Aðalgeir Óskarsson, 23.4.2008 kl. 11:33

2 identicon

kannski er hægt að ná bíllyklum af sumum eða að bíllyklarnir eru enn í, þannig að það er hægt að keyra bílana frá veginum.  Ef ekki, er hægt að draga þessa bíla í burtu, maður bara spyr?

ari (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er þá draumur dómsmálaráðherra að rætast?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.4.2008 kl. 11:50

4 identicon

Þetta var nú svosem ekki merkilegt táragas, finnst það frekar minna á piparúða. Og hvernig á að leysa úr svona hnút? Það er eitt að loka Ártúnsbrekku en annað að loka Suðurlandsvegi. Það verður eitthvað að gera fyrst mótmælum lynnir ekki, auðvita ættu ráðamenn að taka þetta í sínar hendur, en hvers á lögreglan að gjalda þangað til, þeim hefur einfaldlega ekki tekist að ræða nokkurn skapaðan hlut við þessa bílstjóra. Og á bara að leyfa þeim að loka fyrir umferð að vild þangað til....

Andrir (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 12:40

5 identicon

Mér sýndist þetta nú aðallega vera krakkaormar að kasta eggjum og grjóti í blessuðu illa-launuðu lögreglumennina okkar...fyrirmyndar æska landsins.

Eyrún (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:09

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það hefði nú vafalaust verið heppilegra Andri, ef þessir kjánar hefðu ekki hleypt þessu upp og þetta liðið hjá á 1-2 tímum í stað þess að loka veginum í heilan dag...hann er enn lokaður klukkan 1600

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.4.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Hafsteinn, smá þolinæði hefði leyst málið. Ofbeldi leysir engin mál og í þessu tilviki var það lögreglan sem beiti ofbeldinu og hleypti um leið öllu í bál og brand. Þetta minnir mann á sveitaböllin í gamla daga, þar varð aldrei almennilega vitlaust fyrr en löggan þóttist vera að skakka leikinn.

Haraldur Bjarnason, 23.4.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband