Vesturgatan löngum þótt góð til hraðaksturs

Þetta er nú meira hraðakstursæðið sem gengur yfir Skagann og ótrúlegt að þessir krakkar sem keyra hvað hraðast skuli ekkert læra af reynslunni. Vítin hafa jafnan verið til að varast þau. Annars hefur Vesturgatan á Skaganum löngum þótt góð til hraðaksturs, nú virðist hann þó aðallega stundaður á Niðurskaganum þar sem húsin standa nánast ofan í Vesturgötunni. Áður fyrr var nú mestur hraðinn talsvert innar og helst á kaflanum frá Merkigerði að Háholti. Einmitt á mínum æskuslóðum í mýrinni. Í heild er nú Vesturgatan rúmur tveir og hálfur kílómetri að lengd, að mig minnir, og ekki er beygjunum fyrir að fara.

Erfitt er að sjá hvað er til ráða, helst þó að skapa þannig stemmningu meðal unga fólksins að þessi hraðakstur þyki ekki sniðugur í þeirra hópi. Löggan virðist vera með nýjungar, hringir meðal annars í mömmurnar og "klagar", það er svo sem snjallt ef það virkar en slíkt er ekki hægt nema ökumaðurinn sé undir 18 ára aldri. Ég hef litla trú á hraðahindrunum, þó vel megi vera að það virki í þessu tilviki. Það er svoldið hvimleitt að sjá þegar loks hafa verið gerðar sléttar og beinar götur að þá þurfi að eyðileggja þær með einhverjum leiðinlegum hólum.

Nei, hugarfarið skiptir mestu og því þarf unga fólkið á Skaganum að breyta.


mbl.is Kappaksturinn á Akranesi stöðvaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband