Frelsið getur verið fljótt að snúast upp í andhverfu sína
22.4.2008 | 23:02
Ég held að eg hafi talið rétt að 43 hafi tengt bloggfærslur sínar við þessa frétt um lokun bloggsíðu Skúla Skúlasonar frá því fréttin var sett inn klukkan 8 í morgun. Athugasemdafærslurnar skipta svo eflaust hundruðum ef ekki þúsundum og skoðanir á þessu margvíslegar. Það hefur því ríkt hálfgert stríð á bloggsíðum mbl.is í dag og kemur þá í ljós enn einu sinni það sem sagan segir okkur að ef eitthvað eitt, umfram annað, getur komið af stað stríði þá eru það deilur um trúarbrögð.
Ekki ætla ég að leggja mat á hvort rétt hafi verið að loka þessari tilteknu síðu. Það var ákveðið af stjórnendum mbl.is og að þeirra sögn í fullu samráði og sátt við viðkomandi einstakling. Ástæða þótti til þess. Ljóst er að valdið er þeirra sem stýra mbl.is, annað er einfaldlega ekki hægt. Þeir stýra þessum fjölmiðli og sjá því um að breiða út þann "boðskap", sem þar er fluttur. Um það hefur verið sköpuð umgjörð, sem eflaust verður svo endurbætt og þróuð eftir því sem reynslan færist yfir. Þetta "apparat", hefur nú ekki starfað nema í tvö ár þannig að það er enn í mótun.
Frelsið er mikið á bloggsíðum mbl.is og frelsið er vandmeðfarið. - Það er nefnilega þannig að frelsið getur verið fljótt að snúast upp í andhverfu sína.
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er mikið að gerast. Ég hef ekki lesið bloggið hans Skúla sem að mér skilst snúist mest um túmál, en það eru einmitt trúmál sem er upptök flestra stríða í heiminum.
Mér finnst margir afar dónalegir hér á blogginu og kæmi mér ekki á óvart að mörg dómsmál myndu falla í framtíðinni.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 00:25
Ég get varla sagt að ég hafi lesið þessi skrif Skúla,og ætla þar af leiðandi ekki að fella neinn dóm um þau. En mér finnst ekki nægileg skýring vegna hvers síðunni var lokað,það eru léttvæg rök að lögfræðingur þeirra hafi talið að þetta varðaði við lög,og láta þar við sitja. Hann hefði þá átt að rökstyðja það en ekki að koma með almenna tilvitnun í einhverjar lagagreinar. Og síðan má spyrja, af hverju þessi asi,því ekki að gefa manninum tækifæri til að ná þessu efni af síðunni ???. Ég styð ekki skítkast og lastmæli um menn eða málefni, en ég er búinn að vera það lengi á blogginu, að get valið og hafnað, ef mér líka ekki skrif einhvers,þá er ég ekkert að skoða viðkomandi síðu meir.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 23.4.2008 kl. 05:32
Ágætu bloggvinir og aðrir gestir,
Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is. Sú fyrsta er langt komin í uppsetningu og heitir http://hermdarverk.blogcentral.is
Verið velkomin öll.
Skúli Skúlason 23.4.2008 kl. 20:27
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.