Hringavitleysan heldur áfram

Alltaf fer þetta allt í hringi í fiskveiðistjórnuninni hjá okkur. Veiði er takmörkuð með naumum kvóta vegna þess að þorskstofninn á að vera svo lítill. Úr þessum litla stofni veiðist svo mikið að kvóti, sem þyrfti að duga fram á haust er nánast búinn á vormánuðum. Þá fara menn í auknum mæli að velja úr besta og verðmesta fiskinn og það sem merkilegt er, það virðist úr nógu að velja. Sem sagt, litli þorskstofninn er svo stór að hægt er að leyfa sér að velja úr. Verst er að það sem kastast frá er kannski meira og minna dautt.

Þetta eru ósköp eðlileg viðbrögð hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Naumt er skammtað úr gnægðinni og þeir reyna að lifa af....gera gott úr því litla sem má veiða.

Svo fer Hafró í togararall og ekkert bendir til breytinga, þó segir ráðherrann einhverjar jákvæðar vísbendingar. - Fiskurinn veiðist sem aldrei fyrr úr þessum stofni, sem nánast er ekki til og hringavitleysan heldur áfram. - Þetta kallast veiðistjórnun og verndun fiskistofna. 


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband