Af hverju er ekki settur texti á karlinn?

Var að horfa á fréttirnar á RÚV áðan. - Talað var við bæjarstjórann í Kópavogi og ég þykist nú heyra ágætlega en náði engan veginn öllu sem karlinn sagði. - Hvers vegna ekki að texta hann. - Ég veit ekki einu sinni hvort hann sagði: "það er gott að búa í Kópavogi".

Sá merkismaður Gísli á Uppsölum var textaður þegar Ómar talaði við hann í eina tíð. Það er sko alls ekki minni þörf á að setja texta á skjáinn þegar talað er við bæjarstjórann í Kópavogi. Hafið þetta í huga á fréttastofum RÚV og Stöðvar 2.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

...alveg hjartanlega sammála þér með þetta Haraldur og svei mér ef hann versnar ekki stöðugt með þetta. Texta á Óðalsbóndann!

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 20:13

2 identicon

Getur það verið að þeir hjá RÚV meti það þannig að við séum ekki að missa af neinu þó við skiljum ekki Kópvosku?

IGÞ (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ekki ótrúlegt, aldeilis ekki. Sennilega komumst við aldrei að því hvað karlinn var að fimbulfamba....spurning um að finna annað efni í fréttirnar?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.4.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er nú óttalegur kardemommubær þessi Kópavogur, kominn með turn og meira að segja búið að kvikna í honum líka. - Það er svo sem ekkert til að grínast með - Gunnar er góður, alla vega á meðan enginn skilur hann. - Kannski er þetta bara eins og IGÞ bendir á. 

Haraldur Bjarnason, 9.4.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband