Síðasta kerið á Reyðarfirði og síðasta gatið vegna Kárahnjúkaganga

Jæja nú er ástæða fyrir marga Austfirðinga að brosa út að eyrum. Allt komið á fullt á Reyðarfirði og því má segja að ríflega þriggja áratuga bið eftir stóriðju við Reyðarfjörð sé loks á enda. Það stendur á endum að um leið og síðasta kerinu er startað á Reyðarfirði er síðasta gatið gert í göngum vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Það er athyglisvert að sjá í fréttinni að helmingur starfsmanna álversins við Reyðarfjörð sé af Austurlandi, fimmtungur þeirra séu brottfluttir Austfirðingar, sem sneru aftur á heimaslóðir og restin aðfluttir. Ekki man ég hverju áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi, en minnir þó að reiknað hafi verið með meiri aðflutningi fólks. Þá hafa menn eflaust ekki búist við því hruni sem orðið hefur í sjávarútvegi á Austfjörðum síðustu árin auk samdráttar í landbúnaði og úrvinnslu landbúnaðarafurða.

En Alcoa ætlar að fjölga starfsmönnum enn frekar á næstunni vegna aukinna verkefna og sérstaða þessa álvers umfram önnur slík hérlendis er sú fullvinnsla sem þar er, eins og víraframleiðslan. Utan við þetta allt eru svo störfin sem skapast til hliðar og fróðlegt væri að sjá einhverja úttekt á þeim störfum


mbl.is Síðasta kerið gangsett í álveri Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband