Kyrrsetjum þessa græju strax!

Líklega eru menn nú fallnir á tíma með að fá síðasta risaborinn til afnota á Austfjörðum áður en hann verður sendur úr landi frá einhverri Austfjarðahöfninni. Þó er aldrei að vita. - Langt er síðan kunnáttumenn eystra fóru að tala um að heilbora tengingu fjarða og Héraðs og töldu bæði vel unnt og hagkvæmt að nota borinn til þess. -  Auðvitað fylgir því kostnaður að endurnýja alla slitfleti sem þarf eftir notkunina efra en svona bor er mikið verkfæri og ólíklegt að slík græja verði flutt til landsins aftur. Því ætti að gera allt til að halda bormaskínunni í landinu. Hvers hlutverk sem það nú verður, ríkis eða einstaklinga.

Þörfin fyrir jarðgöng sem tengdu Hérað við firði; Seyðisfjörð, Mjóafjörð, Norðfjörð og Eskifjörð, jafnvel Reyðarfjörð, er löngu ljós og góður gangur jarðgangaverkefna síðustu ár hér á landi ætti að sýna okkur hve hagkvæm göng eru í raun og veru. Göng eru ekki bara vegur. Um þau má leggja ýmsar lagnir, sem annars þyrfti að leggja yfir háa fjallgarða eða þá að yrðu aldrei lagðar. Göngin stytta vegalengdir og þjappa saman byggð, minnka slysahættu og spara peninga a öllum mögulegum sviðum. Jarðgöng eru margfalt fljótari að borga sig upp en arðsemireikningar Vegagerðarinnar gefa til kynna. Margt af því gagni sem jarðgöng gera verður aldrei hægt að meta til fjár.

Dæmi síðustu ára ættu að kenna okkur að setja jarðgöng í forgang um land allt og skera ekki við nögl í þeim efnum, bora í gegnum fjöll, undir firði og sund. Þetta eru arðsamar framkvæmdir sem endast í aldir, mun lengur en allar arðsömu virkjanirnar okkar. Miðað við allt það sem búið er að bora og sprengja vegna Kárahnjúkavirkjunar eru veggöng smámunir. - Kyrrsetjið stóra borinn sem fyrst, hver svo sem gerir það. - Hættið svo þessu rugli um að jarðgöng séu eitthvert sérmál landsbyggðarinnar. Þau eru hagur allrar þjóðarinnar, hvar sem þau eru, hvort sem þau eru undir Hvalfjörð, Sundin, Óshlíð, Fjarðarheiði, eða..............


mbl.is Heilborun jarðganga lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband