Kamfýlóbakter í skiptum fyrir trosið
7.4.2008 | 09:29
Já það er verulega vandlifað fyrir okkur þessar hræður hér á skerinu í samfélagi stóru þjóðanna. Við erum í stöðugu strögli með peningamálin, þótt oft hafi það nú verið svartara í þeim efnum. Að okkur er sótt á öllum sviðum þeirra mála. Til að við getum svo fengið einhverjar krónur fyrir þessa örfáu fisktitti, sem hafró og sjávarútvegsráðherra þóknast að leyfa veiðar á, þurfum við víst flytja inn einhverjar kjöttæjur frá útlöndum og það þrátt fyrir að eiga gnægð úrvals matar hér heima. Ekki eins og að við séum að senda þeim eitthvert tros. - Þetta gerist þrátt fyrir að við séum ekki fullgild í sambandi Evrópuþjóða. - Ekkert nýtt svo sem, við höfum þurft að kokgleypa allskonar furðulegar reglur frá Brussel síðustu árin. Unglingar mega t.d. ekki lyfta áburðarpoka eða saltfisksekk lengur, hvað þá vinna uppbyggilega með skóla. Bílstjórar eiga að stoppa hvar sem þeir eru staddir eftir fjóra og hálfan tíma á akstri og svona mætti lengi telja. Skiptir það bara orðið nokkru þó við tökum skrefið í ESB til fulls? - Við erum hvort sem er komin með flesta ókostina.
Úrvalið meira en spurning um verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú ekki til of mikils ætlast að þessir atvinnubílstjórar taki mat og kaffi eins og annað fólk. Hversu mikið kemur útúr starskrafti sem vinnur alltaf 12-14 tíma á dag. Ég get fullvisað þig um að eftir tvo slíka vinnudaga, er farið að draga verulega úr afköstum, athyglisgáfunni fer þverrandi og meiri líkur eru á veikindum. Er það þetta sem atvinnubílstjórar vilja. Þeir þurfa semsé að gera korters hlé á hverjum 4.5 tímum. Þeir ráða hvenær þeir taka þessa pásu sína, það er ekki eins og þeir eigi að vera með annað augað á klukkunni. Eina sem farið er framá í reglunum er að bíllinn sé kyrr. Ég er farinn að hallast verulega að því að þessi forsprakki bílstjóranna hafi ekki lesið yfir reglurnar, heldur séð sér leik á borði með að komast í sviðsljósið... hin fræga fimmtán mínútna frægð togar fast í suma... Reglurnar sem þeim ber að fara eftir eru mjög sveigjanlegar þegar betur er að gáð, reyndar of sveigjanlegar að mínu mati. En það virðist sem bílstjórum sé fyrirmunað að skipuleggja vinnu sína, a.m.k. kveina þeir hátt yfir þessum reglum. Það sem ég les útúr kröfum þeirra er að þeir megi helst keyra eins og þá lysti. En er það eitthvað sem við viljum sjá útá þjóðvegum, svefndrukkna trukkabílstjóra, jafnvel með tengivagn á 90 kmh. Þá þarf lítið útaf að bera svo verði stórslys. Þessar reglur snerta fleiri en bara bílstjórana sjálfa, þessar reglur snerta alla þá sem eru í umferðinni. Ef ég er að keyra norður til Akureyrar, þá stoppa ég í Borgarnesi, enda afbragðs kaffi í boði þar, því næst í Brú/Staðarskála og svo í Varmahlíð. Oft snúast þessi stopp einungis um það að ganga einn hring í kringum bílinn og halda svo áfram. Með þessu móti verð ég ekki syfjaður og held einbeitningu við aksturinn. Að þessu sögðu finnst mér ekki til of mikils mælt að þessir ágætu menn, sem vörubílstjórar flestir eru, taki sér matar og kaffihlé og verði fyrir vikið með fulla einbeitningu við aksturinn.
Svo Mörg Voru Þau Orð....í bil að minnsta kosti
Sá sem veit betur (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 11:40
Ég bjó í evrópu árum saman og var með blómabúð þegar evran og evrulögin komu, með opnum landamærum. Það hækkaði ALLT í verði yfir nótt. Ég lokaði búðinni. Gat ekki selt blóm á fáránlegu verði. Phohh, það eru þykkar bækur fullar af evrópulögum, sem fáir hafa lesið, nema lögfræðingarnir sem eru að drukkna í málaferlum.. Það er allt að fara úr böndum í landamærafrelsinu í evrópu. Hér líka...Engin stjórn á smigli og svikum,,, og það eru bændur í milljónatali, um alla evrópu. Þeir nota allir hormóna og fúkkalif í stórum stíl. Annars vaxa dýrin of hægt. Rísikó á afföllum minka. Samt kom Jacobs-veikin í beljurnar (fékk ógeð á nautakjöti) og nokkrir dóu.. Nokkru síðar kom svínapest hér og þar, og nokkrir dóu (fékk ógeð á svínakjöti), síðan kom fuglaflensan (bæbæ kjúklingar) og verst af öllu er rotið-kjöt-skandallinn sem virðist engann endi ætla að taka. Heilu gámarnir af útrunnu kjöti sem er smiglað úr landi,,, inn í annað land! Gæti orðið Ísland??? NEITAKK! ojbara.Íslendingar hafa ekki samanburðinn nema að þeir hafi búið erlendis. Síðan ég flutti heim í hitteðfyrra hef ég notið þess að borða eingöngu íslenskar afurðir, og þær eru ódýrari en samskonar gæði sem fást bara í bio-búðum erlendis, og íslenskar afurðir eru lostæti! Ég vil byðja þessa háu herra að hugsa sig um! Og ég bið íslendinga upp til hópa að vara sig!!! Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur! Þökkum fyrir íslenska framleiðslu og þau gæði sem við höfum. Ef við göngum í evrópuráðið verðum við bara að smáþorpi í stórum grautarpotti. Viljum við það? Viljum við innflutt kjöt með vatnsbragði sem hverfur á steikarpönnunni??
anna (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 12:33
Anna; þetta eru þarfar og góðar ábendingar í þessum pistli þínum og vert umhugsunarefni fyrir ráðamenn og almenning. Grasið er nefnilega ekki alltaf grænna hinu megin. Einu sinni var nú sagt að eini maðurinn sem lesið hefði allan Evrópudoðrantinn væri Hjörleifur Guttormsson og það sem meira væri; hann myndi þetta allt.
"Þú sem allt veist". Þetta er að sjálfsögðu allt rétt sem þú segir, en það hefur enginn verið að tala um 12-14 tíma og í raun ráða bílstjórarnir ekkert hvenær þeir taka hvíldina. Eftir 4 og hálfan tíma geta þeir átt von á sekt, svo er spurning hvernig eftirlitið er. Yfirleitt getur þetta hvíldardæmi gengið upp og örugglega á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar, sem þú nefnir. Í það minnsta á daginn. - Svo eru aðrar leiðir farnar, t.d. norður um frá Reykjavík til Austfjarða og frá Reykjavík til Vestfjarða. "Sjoppurnar" eru ekki eins þéttar þá og þetta hafa bílstjórar verið að benda á. Þeim finnst vanta aðstöðu fyrir "hvíldina". Ef ríkið setur skilyrðin er ekki hægt að einhverjir sjoppueigendur þurfi að sjá um að framfylgja þeim. - Annars finnst mér þetta ágætt sem þú nefnir, þótt það snerti lítið innihald pistilsins frá mér að öðru leyti. - Takk fyrir, bæði tvö.
Haraldur Bjarnason, 7.4.2008 kl. 13:36
Það er best að koma því, svo öllu séð haldið til haga, að erlent kjöt hefur mér alla tíð þótt vont. Sérstaklega lambakjöt. Verð að taka undir með Önnu um að fæstar erlendar kjötvörum standast þeim íslensku snúning.
Hvað varðar þessar hvildarstöðvar þar sem þeir geta fengið sér molasopa, þá get ég ekki með neinu móti séð það að ríkið eigi að standa straum af því. Þar sem ég hef unnið hingað til, hefur vinnuveitandi séð um slíka aðstöðu, og ber í raun vitni um ótrúlega yfirgangssemi þessarar stéttar að ætla að láta almenning blæða fyrir þessum hvíldarstöðvum. Ég gæti að sjálfsögðu samþykkt það að í verkahring vegagerðarinnar væri að útbúa þessi plön svo þeir geti stöðvað, en lengra nær samúð mín ekki.
Svo á jörðu sem á himni....
Sá sem veit betur (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.