Loksins almennilegt meðaltal

Loksins kom eitthvað meðaltal sem maður getur sætt sig við. Alltaf hefur maður verið á skjön við þessi meðaltöl, sem birtast yfir margvíslega hluti og gjörðir. Þá alltaf vitlausu megin, að eigin mati. Nú kemur loksins meðaltal sem maður hangir í og hefur líklega gert í gegnum tíðina. Að visu hefði ég kosið að vera heldur meira undir þessu meðaltali en leysi það bara með því að stíga ekkert á helvítis vigtina.

Það er eflaust líka gott að eiga forða til mögru áranna, bændum hefur oftast ekki þótt slæmt að eiga einhverjar fyrningar og svo vitum við að sumir fuglar safna í sarpinn. Öllu má svo ofgera og gangandi dæmi eru um það allsstaðar, en eru ekki menn að tala um hita undir meðallagi? - Er þá ekki bara ágætt að hafa svoldið fitulag yfir meðallagi til að verjast þeim skratta?


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband